miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Hitt og þetta


Afi Þórður kvaddi á laugardaginn var. Hann var ekki búinn að liggja lengi á líknardeild og hrakaði mjög hratt undir það síðasta. Ég hafði heimsótt hann í sömu viku, á 91 árs afmælinu. Það er erfitt að horfa upp á sína nánustu veslast svona upp og sjá lífið fjara út. En það hefur hver sinn tíma. Ég sat hjá ömmu um helgina og hélt henni félagsskap. Ég sótti bollur á sunnudag fyrir okkur og við duttum ærlega í bolluát, eða ég öllu heldur. Á mánudag þegar ég kom við hafði hún eldað baunasúpu, ömmu súpa er alltaf best. Ég slapp því við eldamennsku það kvöldið, sem og flest önnur kvöld.

Það er ekki útlit fyrir að ég komist út á neinar ráðstefnur þetta árið. Niðurskurður í utanlandsförum. Svolítið svekkt, en það minnkar þá bara stressið. Ég reyni bara að sækja um að fara næsta vor, þá ætti ég að vera komin með allar niðurstöður og í þann mund að klára. Stefni þá bara á jarðfræðaráðstefnuna hér heima í maí þetta árið. Svo verður Raunvísindaþing haldið í nýja Náttúrufræðahúsinu í apríl og ég er búin að sækja líka um að hafa seminar á Norrænu í apríl. Það er því nóg af stress-verkefnum framundan.

Ég faldaði toppinn í gær og setti inn tvær myndir (að ósk Stínu). Þetta var skemmtilegt verkefni, en því miður eru myndirnar afleitar, fékk ekki almennilega fyrirsætu í myndatökuna. Sorrý! Er nú farin aðeins að pæla í hvað ég geti gert við fullt af fínu svörtu efni sem ég keypti þegar gömul vefnaðarvöruverslun í Austurstræti hætti fyrir nokkrum árum. Á alveg nóg í síðan svartan sparikjól. Var að pæla í túrkis og broslituðum útsaum og pallíettum. Er samt hrædd um að það verkefni verði að bíða betri tíma.

Engin ummæli: