mánudagur, febrúar 09, 2004

Hannyrðir, kjetát og skíðagöngur


Ég mætti seint á þorrablótið á föstudag. Var samt búin að safna saman gleði-tónlist til að spila ef fólk yrði í dansstuði. Ég bjóst við að koma í rífandi stemningu og gleði. Hmmmm. Það var e-r bjartsýni. Það vantaði stuðliðið. Flestir voru farnir og þeir sem eftir sátu nenntu ekki einu sinni að dansa við harmónikkuspil Þórðar. Ég fór því fljótlega aftur.
Á Laugardag ríkti baðstofustemning heima. Ég sat öðrum meðin við stofuborðið og saumaði, Þorsteinn sat á móti mér með tölvuna sína og tók saman fjöldann allan af lögum sem síðan voru brennd á disk. Nú er ég loksins búin að eignast Cult-Wildflower og fleira gott sem bara var til á vínyl-plötum heima. Öngvan hef ég plötuspilarann. Undir hljómuðu níunda-áratugs poppslagarar. Um kvöldið fór ég með þeim Söru í þorramat vestur í bæ. Ég át yfir mig að hangikjeti og uppstúfi, fékk mér nokkra hákarlsbita fyrir ónæmiskerfið og við sátum og töluðum fram að miðnætti.
Skíðaganga helgarinnar hófst að þessu sinni uppi í Heiðmörk. Þar var fullt af fólki á skíðum. Fór líka upp í Bláfjöll og gekk vanalega hringinn. Það var ansi kallt. Ég var a.m.k. orðin illa köld þegar ég kom heim og lá hálftíma í baði til að ná í mig hita. Fór svo loks í mat til pa og horfði að sjálfsögðu á Nicolai og Julie. Ég er búin að bíða spennt eftir framhaldinu. E-a hluta vegna hélt ég í síðustu syrpu að þau næðu saman aftur. Mér líst ekkert á verðandi barnsföður Julie. Hmmm. Og hvenær ætla þeir svo að klára Beðmálasyrpuna sem þeir hættu að sýna fyrir jól? Er sjónvarpið hætt við þetta allt saman?

Engin ummæli: