þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Rautt flauel, bleikt flauel, blátt flauel og svart, og allt rifflað...


Ofangreind fyrirsögn lýsir helginni í hnotskurn. Ég sat við saumavélina nærri alla helgina og saumaði. Er í e-u stuði núna. Ég byrjaði á að klára á laugardagsmorgni skokk sem litla dóttir Dóru vinkonu á að fá, en hún fæddist einmitt þann morgun. Svo réðist ég loks í að klára rauðar flauelisbuxur sem ég saumaði reyndar í haust en nennti aldrei að klára. Jú, tvinninn var reyndar búinn. Ég gerði hnappagat og festi á hnapp og dreif mig í þeim í vinnuna í dag. Þær eru Eeeeldrauðar og eiginlega of víðar. Ég sé að ég þarf að setjast við saumavélina í kvöld og setja á þær beltislykkjur og þrengja. Allt sem ég sauma á sjálfa mig verður alltaf a.m.k einu númeri of stórt, sem þýðir helmingi meiri vinnu í allt. Nú, nú. Ég sneið líka topp úr svörtu riffluðu flaueli sem ég átti og fína Hong-Kong silkinu sem Stína gaf mér fyrir saumaskapinn í desember. Er búin að sauma bútana saman og þarf nú að fara að kaupa rennilás, fóður og spangir. Ég átti rétt nóg af bleika silkinu til að hafa í fram og bakstykkin. Hliðarstykkin fjögur eru úr flauelinu. Svo datt mér í hug að kaupa dökkbleikar pallíettur eða e-ð annað til að sauma líka á flauelið, til að hafa hann svolítið skrautlegri. Bara hugmynd. Ég rétt kíkti út á laugardag til að kaupa tölur. Freistaðist líka til að kaupa bút af röndóttu flaueli á helmingsafslætti. Fannst það bara flott. Sé til hvað verður úr því.

Engin ummæli: