miðvikudagur, apríl 26, 2006

Sveppaþema


Já, lífið á Truffluveginum er bara fínt. Rólegt og gott. Á sunnudgasmorgun fór ég í smá könnunarferð út í Haukadal og skóginn, sem er ekki nema hálfa mínútu frá útidyrunum. Ég rölti um í klukkutíma í sólinni, sá blóm stinga sér upp úr þurrum og enn litlausum sverðinum. Verst að ég gleymdi myndavélinni, hún hefur ekki verið mikið notuð síðan ég kom.

Ég tók eftir því er ég skrapp í búðina um helgina, að strætóstoppistöðin mín ber nafnið Sveppatorgið. Þegar betur var að gáð eru göturnar í kring kenndar við hinar og þessar sveppategundir. Skondið:-)

Engin ummæli: