mánudagur, apríl 10, 2006

Halló heimur!

Þá er ég komin til Svíþjóðar, nánar tiltekið á Altfiolvägen í Gottsunda. Hér var ágætisveður í gær og síðdegis í dag, léttskýjað og ekki svo kalt (um 2 gráður, svo við höfum nú smáatriðin á hreinu;-) Nú, ég rogaðist með mína 25 kílóa tösku í lestina og svo í troðfullan strætisvagninn. Var uppgefin (en þó aðallega svöng) er ég kom loks inn í íbúð og réðst á goslaust kók (já!) og flögupoka inni í skáp. Ohhhh.
Ég afrekaði þó um síðir að rölta út í Gottsundacenter og kaupa sitthvað ætilegt í ICA: jógúrt, ávaxtasafa, mandarínur, sultu, og alveg hræðilega óspennandi sænska limpu... Það er satt sem Pálmi segir: Svíar kunna ekki að baka brauð.

Í morgun fór ég á alcapóne-bílnum í skólann í fyrsta fyrirlesturinn. Mér tókst að rata, eins og ég ætti heima hérna, líka út á völl að sækja húsráðendur. Ojæja, mér er fátt skemmtilegt ofarlega í huga. Sakna bara strax sumra heima, það er nú bara svo. Ægilegt að verða svona háð sumur fólki;-)

Engin ummæli: