föstudagur, apríl 21, 2006

Gleðilegt sumar


Sumarið kom alls ekki með bros á vör til Uppsala í gær. Ég vaknaði í grenjandi rigningu. Mér fannst það næg ástæða til að láta hjólið eiga sig og taka strætó. Mér fannst það óbærileg tilhugsun að sitja skjálfandi í nokkrar klukkustundir í rennblautum gallabuxum. Svo ekki sé nú minnst á vandræðin sem ég lenti í á heimleið í fyrradag: keðjan fór tvisvar af aftara tannhjólinu. Mér tókst að koma henni aftur upp á en var öll útötuð í olíudrullu.
Rigningin í gærmorgun breyttist svo í slyddu þegar leið á morguninn. Já. Ég gerði mér samt glaðan dag. Rölti niður í bæ og keypti mér nammigott í konditorí Fuglasöngnum. Fór svo í prjónabúðina og keypti mér ennþá meira "nammigott fyrir sálina" þar:-)

Annars er ég búin að vera voða, voða dugleg við að halda mér frá sætindum síðan ég kom hingað. Að páskaegginu undantöldu. Samt virðist vigtin ekki vera mér sérlega hliðholl. Djöfulli er það nú fúlt!#$%%!!#$%)!

Ojæja sólin er þó aftur farin að skína í dag. Ég er líka flutt á Tryffelvägen til Cedrics, kunningja míns svissneska. Og það lítur allt út fyrir að ég geti verið þar þar til ég fer heim. Vúííí. Ég var nefnilega farin að hafa verulega áhyggjur að þurfa vera eins og jójó hingað og þangað þar til ég færi.

Engin ummæli: