föstudagur, apríl 23, 2004

Pínan yfirstaðin. Það veitir mér alltaf svolítið góða tilfinningu að geta strikað yfir á verkefnalistanum. Fyrirlesturinn vestur í Öskju búinn. Bögglaði þessu einhvern veginn útúr afar þurrum munninum og með stresshnút í maganum. Og það mættu bara sárafáir. Meira að segja færri en vanalega. Og ég sem hélt að fundirnir færu að verða fjölmennari eftir flutningana þegar jarvísindaliðið úr Háskólanum væri líka á staðnum. Kannski fólk hafi bara ekki haft áhuga. Hmm. Og innst inni varð ég fyrir svolitlum vonbrigðum. Búin að hamast við að gera þetta vel og svo mætir bara varla hræða!
Jæja, ég er svona að henda reiður á hugsunum mínum og hlutum. Er búin að taka svona líka ágætlega til á skrifborðinu, spila Fraz Ferdinand og er að hugsa um að slá öllu bara upp í kæruleysi í dag.

Engin ummæli: