fimmtudagur, apríl 01, 2004

Hár, meira hár, minna hár, eða bara öðruvísi hár


Ég fór í langþráða klippingu í morgun. Og ég verð nú bara að segja það að mér finnst ég samt hálf-lummó. Líklega krullurnar. Það er bara lummó að vera með krullur. Ég fór líka út allt öðru vísi en ég hafði hugsað mér. Ég ætti kannski að fara aftur og láta laga? Kannski bara láta snoða mig! Þá væri ég laus við þennan vandræðalubba sem ég þarf að druslast með.

Ég fór líka í mitt fyrsta starfsmannaviðtal áðan. Var bara mjög jákvæð á allt saman og kvartaði lítið, enda geri ég ekki mikið af því venjulega að láta í mér heyra ef ég er óánægð, nema kannski hér. Og það er auðvitað vita gagnslaust. Nei, en mér líður í alvöru bara vel hér á Veðurstofunni og er sátt við flest. Væri samt enn sáttari ef ég byggi hér nálægt. Og svekkelsi gærdagsins var einmitt að finna í fasteignaauglýsingunum tvær fínar og ekkert of dýrar íbúðir á frábærum stað og eiga ekki enn fyrir útborgur. Aaarrrghhh. Getur e-r lánað mér hálfa milljón! U, já ég væri líka alveg til í að vinna milljón!

Ég spila nú lon og don Air-10.000 Hz Legend. Frábær diskur. Og ég skil eiginlega ekkert hvað ég var að pæla þegar ég gafst upp á honum eftir eina eða tvær spilanir þegar ég fékk hann fyrir löngu síðan. Ætli það séu tvö ár? Man það ekki. Ég er a.m.k. fyllilega sátt við þessa tónlist og hef virkilega farið á mis við mikið allan þennan tíma! Það sem olli þó vonbrigðum mínum til að byrja með var að ég saknaði raddar Beth Hirsch. Hún söng einmitt tvö af þremur uppáhaldslögum mínum á Moon Safari. Nú bíð ég bara spennt eftir að heyra Walkie Talkie, ég læt broþar kaupa hann fyrir mig í Fríhöfninni, til að spara, auðvitað! :-)

Engin ummæli: