miðvikudagur, apríl 07, 2004

Og það er borað í hausinn áá méééér...


Þreytandi til lengdar þetta tölvusuð. Fjórar tölvur hér inni sem mala og mala í sífellu. Held að nú eigi e-ð að fara að gera í málunum.

Heilinn er eins og gatasigti. Ég man ekki neitt. Sat róleg af mér vaktfund áðan hér niðri og kveikti ekki á perunni fyrr en ég sá alla koma niður. Þarf að skrifa allt á gula miða og lima á nefið á mér...

Bílflautan virkar ekki. Ég var að spá í hvort ég ætti ekki að láta líta á málið en ákvað svo að reyna a.m.k. svolítið sjálf áður en ég hleyp eftir hjálp. Smá fikt getur varla skaðað. Ég tók því bílahandbókina með mér upp í gærkvöldi og fann út hvar helstu öryggin liggja. Reyndi í morgun að opna öryggisboxið undir húddinu en það gekk e-ð brösulega. Ætla að verða mér úti um e-ð heppilegt tól og reyna aftur síðar í dag. Menn verða nú að geta bjargað sér sjálfir með einföldustu hluti, ekki satt?

Íbúðarkaup? Jú, fátt annað komst að í huga mér í byrjun vikunnar. Útvegaði mér eyðublöð og pappíra hér og þar. Vildi helst drífa í þessu strax! Verð stundum alveg óskaplega óþolinmóð ef ég fæ e-a hugdettu. Verð að framkvæma strax, þoli ekkert hangs, enda er hik oft sama og tap. Nema hvað. Átti spjall við pabba um þessa hluti og hann kom mér aðeins niður á jörðina. Sem betur fer, segi ég nú bara. Ætla nú að bíða róleg fram á sumar og íhuga málið þá. Það er mun skynsamlegra. Ég lifi það nú alveg af. Og það hljóta að bjóðast jafnboðlegar íbúðir þá líka. Auðvitað.

Skringslið kemur í dag heim í páskaheimsókn. Jibbíííí!

Engin ummæli: