miðvikudagur, febrúar 05, 2003

Á skjálftavakt


Þessa vikuna er ég á skjálftavaktinni með Kristínu Vogfjörð. Hún sér um að halda kerfinu gangandi, vefinn og slíkt en ég merki fyrstu komutíma bylgnanna sem koma inn, helst sem fyrst. Núna í hádeginu var hrina við Torfajökul. Í gær og í morgun var hrina við Grímsey. Kíkið á vikuyfirlitið.


Í gær ætlaði ég að hitta fjórar æskuvinkonur í Hafnarfirðinum. Ein kom ekki þvi kærastinn var með gubbupest, hún var líklega að veikjast líka, ein var með slæma lungnabólgu, en kom nú samt aðeins. Hinar tvær voru hraustar. Í kvöld ætla ég svo aftur suður í Hafnarfjörð og sauma með þremur frænkum mínum. Við erum nefnilega loksins búnar að stofna bútasaumaklúbb. Það er miklu skemmtilegra að vinna með öðrum. Ég er búin að vera þvílíkt dugleg um helgina að undirbúa mig. Ég keypti smá af efni í teppi og gat ekki setið á mér að byrja að sauma. Þetta átti upphaflega að vera veggteppi en ég er svona að gæla við þá hugmynd að gera það að rúmteppi. Ef það verður svo stórt fara í það 110 sinnum 8 bútar, þ.e. 880 bútar plús hitt (kantur, bak). Vá, það er nú svolítið mikið!!!

Engin ummæli: