föstudagur, janúar 24, 2003

Stibblad neb


Ojjjjojjjojjjojjojjjjj. Í dag er ég (eins og í gær) með stíflað nef og nefrennsli. Ég vona að veirufjandarnir hafi sig á brott sem fyrst svo ég geti sofið í friði um nætur og notið þess að finna bragð af matnum sem ég verð boðin í í kvöld og annað kvöld.

Ég ákvað að vera heima í gær í veikindaleyfi. Auk þess að sofa svolítið meira en venjulega, tókst mér að koma nokkru í verk sem ég hefi lengi ætlað mér; nefnilega að festa tölur á nokkrar flíkur. Þetta hefur dregist og dregist, af þeirri einföldu ástæðu að mér hundleiðist að festa tölur. Svo kom í ljós að þetta var auðvitað minnsta mál í heimi því að fína saumavélin mín getur nefnilega gert þetta sjálf. Ójá, og ekki nóg með það. Ég komst í svo mikinn ham að ég gerði líka átta hnappagöt á pils sem ég saumaði á námskeiðinu fyrir jól. Og festi allar tölurnar á það líka. Núna get ég loksins farið að spóka mig um í nýja pilsinu. Og þó. E-n veginn efast ég stórlega um að það verði mikið notað...

Engin ummæli: