mánudagur, janúar 20, 2003

Kuldi og meiri kuldi


Núna er -5.5C úti og vindhraðinn 1.4m/s hér við Veðurstofuna. Það var kalt og feykilega hált að ganga í morgun. Ég lagði ekki í að hjóla, bæði vegna þess að ég er ekki búin að setja nagladekkin á hjólið og ég er dauðhrædd við að detta og hins vegar ætla ég að jafna mig aðeins betur í fætinum; þetta er allt að koma en ég er ekki orðin nógu góð. Ég hef líklega tognað illilega.
En svo er annað að hrjá mig lika. Nú er orðið kalt og ég virðist vera búin að týna fínu, færeysku húfunni minni! Ég er mjög svekkt. Ef e-r skildi rekast á hana heima hjá sér, látið mig vita. Hún er sauðbrún (dökkbrún) með leppum og hárri totu, svolítið álfaleg. Ég er að reyna að rifja upp ferðir mínar síðastliðna daga en hefi ekki hugmynd um hvar ég hef gloprað henni niður. Bara ekki hugmynd!

Engin ummæli: