miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Slurp...
Er á öðrum frostpinnanum í dag. Síðan á hádegi. Varð að athuga hvort að sykurlaus ananas hlunkur bragðaðist jafnvel og venjulegur ananas hlunkur.
Svo reyndist vera:-)
Rúmar 14 gráður á Celsíus úti.
Þessi sumarhiti, fer alveg með mann!

Á í dag von á gesti alla leið frá Uppsölum.
Björn Bergman ætlar að gleðja okkur með nærveru sinni og ég dreg hann með í Eyvindargöngu í kringum Langasjó næstu helgi. Vonandi fær hann skaplegt veður, strákurinn.

Engin ummæli: