mánudagur, ágúst 14, 2006

Fýla


Ég tók 2-3 tíma í þrif og þvott heima í gær. Ég er að reyna að stræka á að þvo sameignina þegar öðrum bera að vinna verkið. Ég gafst þó upp í gær og skúraði niður stigann eftir að hafa gert hreint inni hjá mér; en þó ekki jafnvel og venjulega. Og sem verra var, reykingarfnykurinn náði alveg að kæfa skítafýluna á ganginum. Og er ég var komin niður bættist við spíralykt. Þannig að rétt eftir hádegi á sólríkum sunnudegi lyktaði stigagangurinn heima eins og knæpa klukkan þrjú að nóttu til. Þetta er alveg hreint dásamlegt!

Mér tókst að klára að prjóna lopapeysuna á laugardag, ég þvoði hana svo í gær. Ég er harla ánægð, held ég bara. Rennilásinn keypti ég í dag og kannski nenni ég að sauma hann í í kvöld, þegar ég fæ Siggu Sif í heimsókn í prjón og spjall.

Hvað á maður annars að gera við svona lata og óþekka nágranna?

Engin ummæli: