fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Kvöldstund við sjónvarpið


Sit og prjóna og horfi á sjónvarpið. Bráðavaktin á dagskrá. Slösuð kona kemur inn og er að fæða barn með miklum ópum og kveinstöfum. Ylfa Rós (5 ára) segir íbyggin: Ég ætla sko aldrei að eignast barna þegar ég verð stór. Ég ætla að verða eins og mamma og vera ekkert að eignast börn.
Ég: Núhhh, en mamma þín á börn, ykkur tvær!
YR: Já, en núna er hún ekkert að eignast börn og ég ætla að verða eins og hún.
Ég: Aha
Þögn
YR: Hvenær ætlar þú að eignast lítið barn?
Ég: Uhhh, ummm, þegar ég finn einhvern sem vill eingast barn með mér.
Stutt þögn.
YR: Af hverju spyrðu ekki bara pabba?

Alveg hreint kostulegt;-)

Engin ummæli: