miðvikudagur, mars 08, 2006

Enn ein peysan


Eitthvað er ég farin að vanrækja þessa síðu. Nú, til að vera kona með konum (sbr. maður með mönnum) er ég búin að koma mér upp prjóna-dagbók, þar sem ég segi frá afrekum mínum í því sviði og handavinnuhugleiðingum hvers konar. En það er ekki þar með sagt að ég geti ekki montað mig hér líka!

Síðustu helgi dvaldi ég í sumarbústað nærri Laugarvatni með Böðvari og allri hans stórfjölskyldu. Veðrið var dásamlegt, stilla og heiðskýrt, og þar af leiðandi svolítið kalt. Ég var búin að gleyma því að til væru svona margar stjörnur! Vá, það er langt síðan ég hefi farið út úr bænum að vetrarlagi á svona stjörnubjörtu kvöldi. Að sjálfsögðu prjónaði ég sem mest ég mátti og náði að klára Fönn, létt-lopapeysuna á Böðvar, á sunndugagskvöld. Hún lítur svona út:


Ég keypti garn í aðra peysu á B. í febrúar, og er rétt byrjuð á bolnum. Af eldhúsinu er það að frétta að JGE hefur eytt dágóðum tíma í að hjálpa mér og er nú búinn að festa upp háfinn, ljós undir efri skápum og færa loftljósið. Það er því bara smotterí eftir og spurning hvort ég fari ekki að henda inn myndum af nýja elhúsinu, og hvernig það var áður!

Engin ummæli: