fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Fyrsta greinin birt


Í kvöld ætla ég að skála. Fyrir sjálfri mér. Ég er nú búin að fá eintak af Jökulgreininni um skjálftavirkni árið 2004 og þar með búin að fá birta fyrstu ritrýndu greinina sem ég er aðalhöfundur að (hún fékk nú reyndar svona skyndiritrýningu, en hvað með það). Húrra fyrir því!!!

Stelpurnar koma í saumó til mín í kvöld. Ég náði að pússa borðplötuna og olíubera í gær. Eldhúsið er því svona smátt og smátt að taka á sig endanlega mynd. En í kvöld verður kjaftað. Og prjónað.

Ég er vanalega á þönum að gera hitt og þetta meðan ég borða morgunmatinn; til að nýta tíman á meðan ég tygg múslíið. Það er nú eiginlega hollara að setjast niður og gefa sér tíma í að næra sig. Svo ég ákvað að prjóna á meðan ég mataðist. Þá gat ég nefnilega gert tvennt í einu. Og setið kyrr. Sniðugt. Peysan á Böðvar potast sum sé áfram.

Engin ummæli: