fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Umsátursástand


Enn ríkir umsátursástand í Meðalholti. Við erum umsetin af pappakössum. Fullum og tómum. Og húsgögnum sem ekki er hægt að koma smekklega fyrir með góðu móti. Allt er á eftir áætlun því húsbóndi heimilisins á afmæli í dag og að sjálfsögðu átti allt að vera orðið fínt og snyrtilegt fyrir þann tíma. Svo er þó ekki.

Eitthvað er þó á áætlun (og það er ekki meistararitgerðin!) hjá frk. Myndó. Henni tókst að ljúka peysunni dýru sem keypt var í fyrir nú nákvæmlega ári síðan í Storkinum. Rennilásinn var festur í á þriðjudagskvöld yfir Veróníku Mars og áframhaldandi sjónvarpsdagsrá á RÚV það kvöldið. Afmælisbarn dagsins (fyrrnefndur húsbóndi í Meðalholti) fékk því pakkann sinn í morgun. Og ég held að greyið hafi ekki annað þorað en að fara í peysunni í skólann líka, til að móðga nú ekki ólétta konuna, sem hann er nýbúin að flytja inn til sín.

Án alls grins: Ég held að peysan sé bara ágæt, en svo er spurning hvort Böðvar fíli hana. Kemur í ljós.

Rétt rúmar tvær vikur eftir. Og litli unginn situr nú á haus í kviðnum. Það var staðfest í sónarskoðuð á föstudaginn var. "Þetta er mikið meðalbarn" sagði ljósmóðirin og allt virtist líta vel út. Gengum því róleg út með mynd í hendinni sem sýnir lítið kúlulaga nef og stút á vörum. Ég held því kokhraust fram að nefið sé mitt!

Engin ummæli: