þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Enn í Kassaborg


Þetta er ótrúlegt. Mér finnst ég alltaf vera að en samt eru enn kassastaflar úti um allt. Vandamálið er plássleysi. Ég væri löngu búin að koma öllu fyrir ef ég hefði flutt inn í tóma íbúð.

Við tókum ákvörðum um hvers konar skápa átti að kaupa á ganginn um helgina. Svo hægt væri að ganga frá hlutunum á sinn stað. En auðvitað voru skáparnir sjálfir búnir í IKEA. Hvænær ætli þeir komi? Þangað til sitjum við uppi með skápahurðir og framlengingar og þar með enn fleiri kassa en áður.

Og hvenær ætli vírskúffurnar komi í fataskápinn? "Þær eru búnar að vera leeengi í pöntun" svarar afgreiðslufólkið þegar ég spyr í þriðja sinn. Allt tekur víst sinn tíma. En ég er óþolinmóð. Þoli ekki alla þessa óreiðu.

Og sængurverin fyrir blessaðan ungann? Enn ósaumuð. En á dagskrá í kvöld. Eins og mörg önnur kvöld. Er bara með allt of margt á prjónunum.

Engin ummæli: