þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Barnið vex og belgurinn með


Og enn finnst mér ég vera að springa. Og ég er orðin leið á andvökunóttum sökum hósta sem fylgir þessu leiðindakvefi sem ég ætla að því er virðist aldrei að losna við.

Annars hef ég það bara ágætt. Mér tókst samt að hlassast á rassinn í kjallaratröppunum í fyrrakvöld, þrátt fyrir að vera afar varkár. E-n veginn runnu lappirnar undan mér á svellbunka, ég bar hendurnar aftur fyrir mig og tókst að rispa mig vel, og gullúrið mitt líka. Slapp svo bara með auman rass, skrámur og marblett á baki. Og skældi smá. Aðallega af hræðslu. Ég virðist vera farin að skæla yfir ýmsu þessa dagana.

En að öllu skemmtilegri fréttum. Ég eignaðist litla frænku í morgun. Hún er ljósrauðhærð og kann að syngja. Og er Þorsteinsdóttir. Ég er því orðin föðursystir og brosi hringinn. Óskaplega hlakka ég til að sjá litlu fjölskylduna fyrir norðan!

Engin ummæli: