mánudagur, október 30, 2006

Samviskubit


JGE spurði mig í hádeginu hvernig gengi með listana sem eftir á að setja á eftir parketlögnina. Ég er náttúrulega ekki búin að gera neitt í þeim málum. Og fékk ógurlegt samviskubit er ég var spurð. Dæmalaus leti er þetta!
Mér er ekki við bjargandi...

Prófið um daginn gekk annars vel. Mér gengur hins vegar ekki jafn vel að koma mér í skrifham. Ohh, vildi að þetta væri jafn auðvelt og í vi: i í ritham, Esc úr ritham...

Asskoti getur brjóssviði annars verið hvimleiður kvilli! Sér í lagi þegar hann plagar daglega...

Laumufarþeginn virðist stækka. Og æfir samviskusamlega sprikl og kollhnísa. Kviðurinn gengur stundum í bylgjum. Og mér finnst ég vera að springa!

Engin ummæli: