þriðjudagur, janúar 31, 2006

Nútíminn


Ég er komin með dyrasíma;-? Rafvirkinn kom loks síðdegis í gær og hófst handa við að tengja. Það tók dágóðan tíma að draga gömlu vírana úr, þeir voru nánast grónir við leiðslurnar. Strákgreyið var að til hálf-tólf. Ég bauð honum upp á e-a hressingu og hljóp að síðustu niður með glasið með appelsínusafanum því hann gaf sér ekki tíma til að klára. Hann sagðist að sig langraði varla heim, það væri dekrað svo við hann;-) Mér finnst nú lágmark að menn næri sig e-ð...

Ég hélt áfram að stússast í innréttingunni í gær. JGE, sem er nú sem áður hin besta hjálparhella og haukur í horni, kom og náði stálkantinum framan af eldhúsbekknum og gaf mér góð ráð við lýsingu, sem er þar engin. Mamma kom líka og hjálpaði til við að grunna skápahurðir, á meðan ég renndi yfir með lakki á skúffur og vaskskáp. Þetta mjatlast.

Ég gerði svolítið af mér í gær:-} Keypti nokkrar dokkur af léttlopa í peysu. Ég ætla að breyta litunum og er að hugsa að nota tóna í stað eins lits í mynstrið. Hmmmm, skiljiði hvað ég á við? Dökkblágrænan neðst, svo ljósblágrænan og efst ljósgráan. Grunnliturinn er hærusvartur. Æ, veit ekki hvort þetta virkar ætla að gera prufu fyrst. Er annars með varaplan.

Í kvöld fer ég með Dóru vinkonu að kíkja eina á eina nýfædda og færa henni sams konar sokka og dóttir mágkonu minnar fékk (er sum sé búin að gera tvö slík pör). Ég er byrjuð á hjálmhúfu í stíl:Engin ummæli: