föstudagur, janúar 20, 2006

Fæðingar á fullu tungli


Matseldin fyrir hátíðarfund í síðustu viku tókst líka bara svona rosalega vel að allir voru hæstánægðir, að ég held. Böðvar hjálpaði mér að skera niður lærin sex í gúllas, kvöldið áður; eða öllu heldur nóttina áður því við vorum að til þrjú! (Byrjuðum reyndar seint). Vorum svo aftur að til þrjú, en að þessu sinni við bjórdrykkju og hangs á Celtic Cross.

Ég var því frekar þreytt morguninn eftir þegar ég var vaknaði við Sms-píp klukkan átta. Druslaðist þó fram úr til að kíkja. Þarna fékk ég gleðifréttir því í skilaboðin voru þau að æskuvinkona mín hafði eignast sitt fyrsta barn fyrr um morguninn, stúlku. Ég skreið svo aftur upp í rúm. Um 10-leytið var ég aftur vakin og í þetta skiptið hringdi sími Böðvars. Hann nennti þó ekki að ansa og snéri sér á hina hliðina. Í hádeginu kom þó í ljós að mamma hans hefði verið að hringja með þær fréttir að systir hans væri loks búin að eiga; stúlku. Þess má geta að á laugardaginn var fullt tungl.

Um kvöldið fór ég í afmæli vinkonu. Fannst ein úr saumaklúbbnum vera orðin svolítið gild. Og hvað haldiði? Ólétt, á að eiga um páskana. Nú, vinkonum mínum færði ég svo þau gleðitíðindi að önnur úr saumó væri líka ólétt, á að eiga í byrjun júní. Ég sit því við á kvöldin og prjóna barnasokka. Eins gott að ég fari að gefa svolítið í, ekki veitir af. Þvílíkt og annað eins.

Hvenær ætli komi að mér?

Engin ummæli: