fimmtudagur, október 06, 2005

Tilfinningasemi óhófleg


Það er sá tími mánaðarins. Mér finnst ég vera gangandi vandamálapakki. Tárast af minnst tilefni. Rýk út í fússi frá mínum nánustu út af tittlingaskít og engu. Tárast í vinnunni af tilhugsuninni af því að vera búin að klúðra e-u sem er mér afar dýrmætt. Almáttugur. Ég var ekki svona í langan tíma. Hélt að svona hegðan hyrfi alveg með tilbúnu hormónunum. Verandi laus við þau ætti þetta ekki að gerast. Meika ekki alveg að vera svona sentimental. Held bara líka að ekki nokkur í kringum mig meiki það heldur. Og það er heldur slæmt. Helvítis hormón!

Jökulgreinin er langt frá því að vera tilbúin, en ég gerði uppkast í síðustu viku. Helgin mun því líklega fara í viku. Ég leyfði mér að slugsa síðustu helgi, fór upp í sumarbústað með Bö og systrum. Spilaði Popppunkt fram á nótt, svaf út, prjónaði meðan rigningin lamdi á rúðurnar og skaust út í heita pottinn. Notalegt, allt saman.

Engin ummæli: