mánudagur, október 10, 2005

Hressandi: Mæli með Cleaning Women-Clean up Your Body (af Pulsator)...

Dreymdi í nótt að ég væri að kemba hár mitt. Er svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað hárið var orðið svo óskaplega sítt. Það hefur ábyggilega náð mér niður að hnjám. Hmmm. Ég held það sé fyrir e-u fjarska góðu að dreyma sig með svona sítt hár:-o Dreymdi líka að e-r furðulegur drengur að nafni Bjarki Þór Einarsson (þekki í vöku ekki nokkurn með því nafni) gengi eftir mér með grasið í skónum. Ég reyndi að koma mér undan, og var svo voða voða leið yfir því að bara furðufuglar og nötts gaurar, en ekki nokkur með fullu viti, yrðu ástfangnir af mér!!!

Jökulgreinin er enn bara uppkast. Er að útbúa myndirnar í dag.
Ég var annars búin að hugsa upp e-ð svo óskapleg sniðugt til að skrifa hér á síðuna á leið minni í skólann fyrir hádegi. Furðulegt, sú hugsun er bara bókstaflega gufuð upp og ég get ekki fyrir nokkra muni rifjað hana upp!

Engin ummæli: