miðvikudagur, september 08, 2004

Og þannig fór um sjóferð þá - Karlagata 6 6.september


Nei, því miður, ég hef öngvar fleiri sögur af sjósundi handa ykkur. Mér hefur eiginlega ekki gefist tími fyrir fleiri sjósundæfingar, hefi haft í nógu öðru að stússast.
Skólinn er byrjaður, sit nú í tímum í merkjafræði og síum með Gunnari og Beggu héðan af Veðurstofunni og þriðja árs verkfræðinemum. Á líka að vera í leskúrs, aflfræði jarðskorpunnar, og lesa þar slatta af greinum.
Flúði frá öllu saman síðasta fimmtudag og fór í skemmtilega gönguferð með nokkrum vinnufélögum. Gengið var frá Sveinstindi við Langasjó í Hólaskjól á tveimur og hálfum degi. Komum heim á sunnudegi um fjallabaksleið, með viðkomu í Landmannalaugum.
Á mánudagsmorgni fór ég svo og skrifaði undir fjöldann allann af pappírum, og fékk afhenta lyklana af íbúðinni hennar Lovísu við Karlagötu, nú minni. Vííí. Berglind kíkti með mér um kvöldið og við tókum nokkrar myndir.










sama dag, 6.september, varð Gerða Björk þrítug! Til hamingju í þriðja sinn, Gerða:-)

Engin ummæli: