mánudagur, september 27, 2004

Innarinn


Júbbs, fór að ráðum Stínu og hélt smá innflutningspartý á föstudaginn var. Var búin að ákveða að bjóða hjálpsömum vinum í mat fyrst (sem máluðu og fluttu með mér) og auðvitað bror og Söru sem voru væntanleg þessa helgi. Matargestir fengu sýrða lúðubita í forrétt, fiskisúpu og ostaköku og Rammstein sem dinnertónlist (fer vel með hráum fiski:-). Ég eldaði auðvitað aaaaallt of mikið svo í dag er þriðji í súpu, úfff, og varla sér högg á vatni (afgangurinn fer í frystinn). Hafði boðið nokkrum fleirum í partý eftir matinn en Arnþrúður, Ella og Pálína voru þær einu sem létu sjá sig. Það sakaði sosum alls ekki, fámennt en góðmennt og það var rabbað fram á nótt. Laugardagurinn fór í uppvask, skúringar (renndi auðvitað yfir allt með bónvélinni góðu :-), hangs og eftirmiðdagsdúr svona rétt áður en ég lagði í lærið hjá mater. Jámm, frekar ljúft bara allt saman. Fyrir utan slugs og hangs í náminu. Úffff. Nú verða heimadæmin mössuð í þessari viku. Jesssörí.

Engin ummæli: