fimmtudagur, júní 23, 2005

Veðrið er svona lala en ég hjólaði með bros á vör í vinnuna áðan:-)

Hitti stelpurnar á Vegamótum í gærkvöld. Rölti mér svo heim og tók til við að losa stífluna í baðvaskinum. Eftir árángurslítið pot vopnuð gúmmíhönskum fann ég forláta flöskubuska og ýtti honum í gegn upp rörið. Upp frussaðist meiri drulla (út um allan vask) og hárvöndull, hálf-grænn og slímugur. Ooojjjjj. Skrúfaði frá krananum til að hreinsa rörið betur en steingleymdi því að allt var opið í gegn svo nú frussaðist bæði vatn og drulla niðrá gólf! Sumir eru utan við sig. En stíflan er farin lönd og leið.

Í kvöld verður fiskur. Skötuselur og steinbítur í vínberjasósu. Ætla að reyna að heilla ungan mann með jarðaberjunum með kókosflögunum. Ætli það takist? Kannski óþarfi að vera að reyna; held mér hafi þegar tekist það! Held það barasta...

Engin ummæli: