sunnudagur, janúar 18, 2004

Bjór, hamborgari, bjór, skíði, fusion...


Já, ofangreind fyrirsögn lýsir helginni í stuttu máli. Endaði niðri í kjallara eftir ágætis dagsverk á föstudaginn. Fékk mér einn írskan og endaði svo með þremur samstarfsmönnum í hamborgara á Kringlukránni um hálf-tíu. Stefnan hafði reyndar verið tekin á Hard Rock, en þar var vonlaust að fá borð vegna þess að þeir voru með stórt tjald og sýndu Idol í beinni. Ég missti því af úrslitunum. Ók svo heim í blindbyl og sá ekki bofs á köflum. Spennandi, samt. Nú, nú, laugardagurinn? Út að moka frá bílnum. Þvo þvott og annað jafn skemmtilegt. Þar til ég fór á hátíðarfund MOBS í Skólabæ. Fundurinn var rólegur. Ég fór heim fyrir miðnætti og beint í rúmið, enda ætlaði ég mér á skíði í dag. Í Bláfjöllum var lokað. Endaði því í skógarskíðagöngu í Heiðmörk. Þar var frekar margt um manninn. Eldaði svo "fusion"-mat þegar ég kom heim. Saknaði mömmu litlu. Ég ein heima með fullt af mat. Hún sennilega ein líka úti í Kantaraborg, kannski líka með fullt af mat. Óskaði þess að ég væri "norn" (þið vitið, eins og í sögunum um Harry Potter) og gæti bara birst si svona inni í stofu hjá mutti með kjúklinginn og kúskúsið og spínatið og hitt. Já, það væri nú sniðugt...

Engin ummæli: