miðvikudagur, desember 14, 2005

San Francisco?
Kom heim á sunnudagsmorgun, snemma
Gott að komast úr skammdeginu í birtuna syðra
Kannski ekkert of hlýtt, en samt...
Stór ráðstefna
Fyrirlesturinn gekk vel
Fór með herbergisfélögum mínum i siglingu undir Golden Gate-brúna og í kringum Alcatraz.
Öngvir skandalar. Öhmmmm, ekki ég a.m.k., kannski aðrir...

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Ég fór á æææææðislega tónleika á sunnudagskvöld. Sigur Rós og Amina spiluðu í Laugardagshöllinni. Þau voru nýkomin úr tónleikaferð í Evrópu og greinilega í fínu formi. Sigur Rós heillaði mig upp úr skónum og Amina kom frábærlega á óvart! Ég var einmitt að hugsa í gær að mig langaði eiginlega að sjá tónleikana aftur, og ég er ekkert hissa á að gagnrýnir Moggans hafi gefið tónleikunum 5 stjörnur. Húrra fyrir þeim. Eftir tónleikana fór ég með B og co baksviðs, og svo seint og um síðir í eftirpartý á Kaffibarnum. Þar var allt troðið, ég var ekki í miklu stuði, orðin syfjuð og átti auk þess eftir að baka bollur úr deiginu sem hafði verið að lyfta sér síðan fyrr um kvöldið. Ég fór því fljótt heim. En það var soldið þreytt Sigurlaug sem mætti í vinnuna, heldur seint, á mánudagsmorgni.

Fyrirlesturinn er nú tilbúin. Ég er reyndar alltaf að breyta e-u. Hef gefið mér allt of mikinn tíma í þetta. Æfi mig svo í kvöld og held æfingarfyrirlestur á morgun. Úfff, ég er svooooo stressuð:-( Þrír dagar í brottför.

laugardagur, nóvember 26, 2005

Ég fór út að dansa í gær. Rölti fyrst yfir á hverfispöbbinn minn, Kaffi Stíg, þar sem B sat með skólafélaga sínum úr landafræðinni. Við Gengum svo niður Laugarveginn þar sem skólafélaginn ákvað að fara heim en ég dró Böðvar á Grand Rokk þar sem við svelgdum í okkur einum stórum Murphy's hvort. Síðan var stefnan tekin á 22 þar sem við hristum skankana fram á rauða nótt. Við komum snemma svo við áttum dansgólfið í dágóðan tíma. Eða svona næstum því, það voru nokkrir aðrir að dansa líka. Það er dásamlega gaman að fylgjst með B dansa, hann er fótafimur með afbrigðum, strákurinn;-)

Ég tók myndir áðan af peysunum tveimur sem ég minntist á í gær. Önnur ermin á brúnu peysunni er nokkuð víðförul, miðað við svona nýja flík, því hún var með í farteskinu í Hornstrandahlaupinu í sumar. Tók svona í nokkrar lykkjur í bátnum á leið inn í Hornvík og á áfangastað í Aðalvík. Ég er ekki alveg nógu ánægð með hana, litavalið er afleitt og ég hefði getað haft svolítið meira fyrir því að finna fallegra mynstur. Ojæja, hún smellpassar þó...







fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Vegir liggja til allra átta: San Fran og Uppsala



Jæja, ég fæ væntanlega farseðilinn til San Fran á næstu dögum. Ég ætla mér að flytja erindi um sprungukortlagninguna á AGU-ráðstefnunni. Hef verið svo heppin að fá þá styrki sem ég sótti um svo ferðin verður að veruleika. Ég er svolítið spennt. Hlakka reyndar lítið til núna, kvíðinn fyrir erindinu er öllu yfirsterkari. Erindið er ekki tilbúið, en ég held ég eigi nóg af efni og myndum til að púsla saman, svo vandamálið verður aðallega að nálgast það á réttan hátt og hafa það ekki nógu langt því menn eru víst voðalega strangir á tíma þarna úti í Ameríku.

Síðari utanförin verður væntanlega á næsta ári í apríl-maí. Þá verður haldið námskeið úti í Uppsölum sem mig langar að taka svo ég geti vonandi útskrifast e-n tíma. Ég þyrfti kannski að fara að blikka e-a góða vini þarna úti og athuga hvort ég geti legið e-s staðar á gólfinu! Ég efast um að ég komist inn á stúdentagarð svona seint á önninni. Sjáum til...

Ég komst aftur í prjónaham í haust og get nú vart stoppað. Ég lauk loks við renndu lopapeysuna sem ég byrjaði á í sumar. Er líka búin að prjóna eitt par af barnasokkum og gefa gamalli vinkonu, sem eignaðist barn í haust. Hitt sokkaparið er langt á veg komið. Svo er ég búið að prjóna peysu í jólagjöf á lilta vinkonu mína. Systir hennar fær eins peysu, í öðrum lit þó, og ég er að sjálfsögðu byrjuð á henni líka. Það er spurning hvort ég eigi ekki bara að fara að monta mig soldið (eins og fleiri bloggarar) og henda inn myndum:-?

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Vélin durrar, borinn urrar


Argghhh. Úti undir glugganum mínum stendur durrandi rafstöð. Það er verið að brjóta niður veggi hérna undir mér niðri í kjallara. Hávaði og læti. Og það sorglega við þetta allt saman er að herbergið þarna niðri sem um ræðir hefur einmitt verið aðsetur bjórvina í þau tíu ár sem félagið hefur starfað. MOBS er sum sé á vergangi.

Hendurnar eru í hálfgerðu dái. Reyndi klifur í fyrsta sinn í gærkvöld. Stóð mig einstaklega illa miðað við alla hina í gönguhópnum; samt er ég með harðsperrur frá fingurgómum upp að olnbogum og það er hálfþreytandi að pikka á tölvuna:-) Mig langar samt að fara og reyna aftur og er sum sé ekki alveg á því að gefast upp strax...

Ég dreif mig á árshátíð jöklarannsóknarfélagsins síðasta laugardagskvöld. Þar var miki stuð á liðinu, og ég held ég hafi dansað til hálf-þrjú. Jafnvel þótt e-ð virðist hafa farið illa í magann á mér og gert mig hálfskrítna. Hmmm. Það skyldi þó ekki hafa verið hvítvínsdreitillinn sem ég drakk á undan matnum. Það fer kannski ekki vel í tóman maga?

mánudagur, október 31, 2005

...En krúttið mitt ég vil þig, því hugur þinn er svo ofboðslegt flæmi!



Ég sat hér á vakt um helgina, potaði í nokkrar stöðvar og pikkaði skjálfta með Megas í eyrunum. Gluggi skrifstofu minnar veit að mælireitnum, sem er snævi þakinn um þessar mundir. Ég var fegin að komast út upp úr hádegi og hóaði í Böðvar og Berglindi. Skíðin voru sett í bílinn og svo var brunað upp í Skálafell. Við fundum nægan snjó meðfram veginum upp að möstrum. Púluðum áleiðis upp brekkuna og renndum okkur svo niður. Á leiðinni reyndum við Þelamerkurbeygju til hægri. Vinstri beyjan var ekkert æfð í þessari ferð; til þess hefðum við þurft að fara yfir veginn.

Aumingja Böðvar, fær ekkert kjet hjá mér! Ég eldaði grænmetissúpu á föstudagskvöld og bauð vinkonu minni og unnusta hennar í mat. Eftir skíðaferðina á laugardag gerði ég grænmetisböku. Ég var líka búin að skipuleggja matarboð á sunnudagskvöld og gerði fiskisúpu og gúmmulaðisúkkulaðikökur með hindberjasósu. Reyndi að hafa það svona í fínna lagi, því foreldrar Böðvars og mater komu í mat. Held þetta hafi heppnast ágætlega, nema það var fátæklega lítið af fiski í súpunni. Kona verður nú að reyna að sýnast svolítið húsmóðurleg, er það ekki? Slatti af uppvaski bíður mín heima núna. Jei...

miðvikudagur, október 19, 2005

Jökulgreinina sendi ég núna áðan fyrir kaffi. Vei. Þetta hefur tekið miklu meiri tíma en mig óraði fyrir. Það tók langstysta tímann að skrifa uppkastið. Það hefur tekið ívið lengri tíma að laga og láta lesa yfir og laga, og láta lesa yfir... Dæs. Var orðin svo niðurbrotin af allri gagnrýninni frá vinnufélaga mínum að mig langaði til að hætta hér med det samme! Langar það soldið enn. Mér þykir það skítt að hafa ekki drifið mig í að skrifa helv... greinina í sumar svo hún kæmist í ,,review''. Það hefði verið öllu skárra.
Þarf helst að koma frá mér tveimur skýrslum í viðbót fyrir mánudag. Það er því nóg að gera. Get ekki kvartað yfir verfefnaskorti.

En út í léttari sálma. Við mamma og Böðvar drifum okkur norður á Sauðárkrók síðustu helgi. Bróðir minn og mágkona voru að kaupa sér sitt fyrsta hús og við hjálpuðum þeim við flutningana. Atið náði hámarki þegar þrír röskir karlmenn, bror, Böðvar og tannlæknir á staðnum, komu Kornelíusi öfugum upp stigann og inn í stofu. Kornelíus er antíkskápur, sem fylgdi núverandi eigendum sínum frá Þýskalandi, allbreiður og illmeðfærilegur í fremur þröngum stiga í húsi sem þessu! Eftir að hafa gert vistlegt í svefherbergjum, eldhúsi og stofu töfraði Böðvar fram hamborgara og svo var djúsað í öllu búsinu sem keypt var fyrir sunnanliðið. Kíkti svo í leikhús er ég kom heim á sunnudagskvöldið. Híbýli vindanna, ágætis stykki, en svona í það langdregnara á köflum.

mánudagur, október 10, 2005

Hressandi: Mæli með Cleaning Women-Clean up Your Body (af Pulsator)...

Dreymdi í nótt að ég væri að kemba hár mitt. Er svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað hárið var orðið svo óskaplega sítt. Það hefur ábyggilega náð mér niður að hnjám. Hmmm. Ég held það sé fyrir e-u fjarska góðu að dreyma sig með svona sítt hár:-o Dreymdi líka að e-r furðulegur drengur að nafni Bjarki Þór Einarsson (þekki í vöku ekki nokkurn með því nafni) gengi eftir mér með grasið í skónum. Ég reyndi að koma mér undan, og var svo voða voða leið yfir því að bara furðufuglar og nötts gaurar, en ekki nokkur með fullu viti, yrðu ástfangnir af mér!!!

Jökulgreinin er enn bara uppkast. Er að útbúa myndirnar í dag.
Ég var annars búin að hugsa upp e-ð svo óskapleg sniðugt til að skrifa hér á síðuna á leið minni í skólann fyrir hádegi. Furðulegt, sú hugsun er bara bókstaflega gufuð upp og ég get ekki fyrir nokkra muni rifjað hana upp!

fimmtudagur, október 06, 2005

Tilfinningasemi óhófleg


Það er sá tími mánaðarins. Mér finnst ég vera gangandi vandamálapakki. Tárast af minnst tilefni. Rýk út í fússi frá mínum nánustu út af tittlingaskít og engu. Tárast í vinnunni af tilhugsuninni af því að vera búin að klúðra e-u sem er mér afar dýrmætt. Almáttugur. Ég var ekki svona í langan tíma. Hélt að svona hegðan hyrfi alveg með tilbúnu hormónunum. Verandi laus við þau ætti þetta ekki að gerast. Meika ekki alveg að vera svona sentimental. Held bara líka að ekki nokkur í kringum mig meiki það heldur. Og það er heldur slæmt. Helvítis hormón!

Jökulgreinin er langt frá því að vera tilbúin, en ég gerði uppkast í síðustu viku. Helgin mun því líklega fara í viku. Ég leyfði mér að slugsa síðustu helgi, fór upp í sumarbústað með Bö og systrum. Spilaði Popppunkt fram á nótt, svaf út, prjónaði meðan rigningin lamdi á rúðurnar og skaust út í heita pottinn. Notalegt, allt saman.

sunnudagur, september 25, 2005

Tíminn líður. Sumarið leið hjá án þess að ég næði að gera helming af því sem ég ætlaði mér. Fyrr en varði kom haust, með enn meira stressi, og áður en september er liðinn er farið að vetra hér líka. Mér brá heldur betur í brún er ég var á leið heim frá Danmörku á miðvikudagskvöld og flugstjórinn tilkynnti slydduél og tveggja stiga hita heima!Fyrr um daginn hafði ég strunsað um miðbæ Kaupmannahafnar, á stuttermabol, sveitt og með poka í höndum. Já, ég ákvað að ljúka sumrinu með því að bregða mér í langþráða heimsókn til tveggja vinkvenna í Árósum. Ég fékk þokkalegt verð á fari í september og kíkti á Söndru Sif, vinkonu úr MR, sem var að ljúka læknanámi í janúar, síðastliðinn, og er nú á kandítatsárinu, trúlofuð kærasta sem ég hafði aldrei séð og farin að skipuleggja flutning suður að landamærum Dk og Þýskalands. Gerðu Björk, vinkonu úr HÍ, heimsótti ég líka og saman röltum við allar um bæinn, kíktum á Aros, listasafnið í bænum, alveg geypilega góðan brönsj í latínuhverfinu, fórum í bíltúr til Ebeltoft á nýju drossíunni þeirra Söndru Sifjar og Bjarka, fengum okkur cosmópólítan (ég í 1. skipti!) á voða hipp og kúl bar í Árósum, út að borða á skemmtilegan fjúsjón stað, Le Basilic (en þangað mega matargestir taka með sér vín, því það er ekki selt á staðnum) og síðast en ekki síst var rætt fram og til baka um alls konar stelpustöff og tabú;-) Ég tók svo lest á miðvikudagsmorgun til Kaupmannahafnar og strunsaði (eins og mér er lagið) fram og til baka um Strikið og nágrennið, og bætti náttúrulega aðeins á pinklana! Tók svo kvöldflugið heim í kuldann. B var svo sætur að koma og sækja mig. Hann fékk reyndar nokkra pakka og fullt af knúsi fyrir vikið!


Reyndar hefur B nafn. B er sko ekki Big. B vinnur ekki á Orkustofnun (systir hans er reyndar þar:-o). B er ekki einu sinni jarðeðlisfræðingur! Neibbbs, B heitir Böðvar. Í Böðvar krækti ég (uhh, eða hann í mig) í brúðkaupi æskuvinkonu minnar í maí. Hún laumaði því að mér að maðurinn hefði gaman af að ganga á fjöll og fyrnindi og væri ábyggilegar tilvalinn fyrir mig. Mér fannst þess vegna allt í lagi að gefa mig á tal við hann. Það virðist hafa virkað, því við höfum talað heilmikið saman síðan þá. Erum núna byrjuð í dansi, þeytumst um gólfin í djæf, chacha og vals. Maðurinn er bara þessi líka fíni dansari!


Við skelltum okkur í berjaferð á Snæfellsnesið í lok ágúst. Týndum glás af bláberjum. Og ég sultaði. Á núna heil ósköp af bláberjasultu, krækiberjahlaupi, rifsberja-bláberjasultu, rifsberjahlaupi og sólberjasultu. Þvílíkur dugnaður. Ég vildi að ég væri jafn-dugleg að mála eldhúsið hjá mér. Eða að skrifa ritgerð og greinar.


Sit núna í vinnunni og hlusta á Gotan project, æðislegan tangó-electró disk sem ég heyrði úti hjá Söndru Sif og keypti hið snarasta. Er vonandi komin í ágætis skrifham og ætti að geta drifið Jökul-greinina af í snarhasti fyrir kvöldmat.

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Úff. Dagurinn í dag er aðeins bjartari en í gær. Það var eins og ég hefði allar byrðar heims á herðum mér. Fór að hugsa og hugsaði víst aðeins of mikið. Smá fjármálaáhyggjur urðu að ofsapaniki og ég veit ekki hvað. Það er víst dýrt að reka eigin heimili og bíl, ein. Ég er ekki á neinum rokna-launum og verð víst að draga saman seglin. Engin óþarfa fata- eða skókaup. Enginn sófi. Enginn óþarfi. Ég keypti mér þó þvottavél fyrir vaxtabæturnar sem ég fékk um daginn. Er orðin þreytt á að þeytast með þvottinn til mömmu í Hafnarfjörð. Það tekur sinn tíma að setja í vél, bíða, setja í þurrkarann, bíða, brjóta allt rakt saman og hengja svo upp heima, minnst fjögurra tíma ,,prósess'' og e-n veginn varð það alltaf þannig að mamma bauðst til að taka þvott fyrir mig þegar við hittumst og hún þvoði. Mér var farið að finnast það óþægilegt. Finnst ég óþarflega gömul fyrir svoleiðis lagað. Þótt ég taki stundum að mér saumaskap fyrir mater í staðinn Svo, næst þegar ég sé ómótstæðilega skó eða alveg möst bol, sem ég á eftir að gráta yfir að fá ekki... rölti ég mér niður í þvottahús og reyni að hugga mig við að klappa nýju, fínu Electrolúx þvottavélinni MINNI. Ohhh.

Ég fór í tvær göngur nýlega. Ég skipulagði tveggja daga helgargöngu að Langavatni og Hítarvatni í júlí. Við B fórum tvö á bíl bróður hans seint á föstudagskvöldi. Ferðin byrjaði ekki betur en svo að pústið hrundi í heilu lagi undan bílnum í einni brekkunni upp að Langavatni. Þá var ekki um annað að ræða en að bakka bílnum niður brekkuna, ég rölti á undan með pústið, og svo var tjaldað. Leiðin lengdist því um a.m.k.um 5 km þann daginn. Næstu tvo daga var svo gengið í steikjandi hita fram að miðnætti. Gengum okkur upp að hnjám, líkleg um 45 km leið, og komumst að raun um að við vorum í alveg jafn góðu formi og við héldum...

Hornstrandaferðin... bíður betri tíma

þriðjudagur, júní 28, 2005

Mér var boðið í partý á laugardagskvöld til Mörtu. Hún flutti inn í nýja íbúð í vor og ég hef lengi verið á leiðinni í heimsókn. Kíkti því aðeins inn með B og dreif hann svo niður í bæ að dansa, því mér finnst svo óskaplega langt síðan síðast... Eftir að hafa farið á nokkra misjafna staði (og hálf-dansdauða) enduðum við á 22. Auðvitað. Fyndið hvað við vorum feimin fyrst við að dansa og sleppa fram af okkur beislinu. Og þá aðallega út af hvort öðru. En eftir mikið ,,headbang og slam'' var ég með vöðvabólgu dauðans í herðum og hálsi í gær. Lítið eitt skárri í dag. Þetta tekur á:-o

Sat og reiknaði og reiknaði í gær. Upprifjun á hornafræði fyrir forrit svo ég geti farið að koma draslinu frá mér (skriðvektorar lagðir saman, finna ofanvarp meðalvigurs á bestu sléttu í gegnum skjálftadreif og horn milli vigra o.s.frv.). Reiknaði (með smá hléi þó) til tíu og rölti svo með B eftir Ægissíðunni í kvöldgjólunni og léttum úða. Wunderbar...

Í hita leiksins (=dansins) á laugardag gengur upp að mér ungur maður (sem ég þekki ekki neitt) og segir við mig: Fyrirgefðu, en ég varð að koma og segja þér það, mér finnst þú alveg ofboðslega falleg! -og gekk svo í burtu. Ég varð hlessa, lendi ekki alveg í þessu á hverjum degi, stundi upp: Takk. Gott að fá smá búst fyrir egóið. Mér veitir ekki af. Í búðinni áðan ætlaði ég að næla mér í sætabrauð en gömul kona hafði lagt körfunni sinni fyrir framan og var lengi að næla sér í það sem hún ætlaði að fá. Ég náði mér í poka, var alveg að verða pirruð en ákvað að vera smá þolinmóð og bíða bara. Sú gamla tók sér pistasíuvínabrauð og fór svo að tala um að hún hefði heyrt af þessum brauðum og smakkað, og þau hefðu nú aldeilis verið góð en hún hefði bara alls ekki munað hvað þau hétu, bara e-ð sem byrjaði á Péi og svo frv. Ég bara jánkaði og brosti. Svo hafði hún á orði að það væri nú aldeilis ekki á hverjum degi sem hún fengi svona fallegt bros við svona blaðri, og fannst það nú aldeilis gaman og mér hlýnaði um hjarta og brosti enn breiðar. Hmmmm. Það borgar sig nú aldeilis að vera viðmótsþýð:-)

En einna vænst þótti mér þó að heyra ungan mann segja: ,,Þú ert svo yndisleg...'' Sumir dagar eru bara hreint ekki svo slæmir!

fimmtudagur, júní 23, 2005

Veðrið er svona lala en ég hjólaði með bros á vör í vinnuna áðan:-)

Hitti stelpurnar á Vegamótum í gærkvöld. Rölti mér svo heim og tók til við að losa stífluna í baðvaskinum. Eftir árángurslítið pot vopnuð gúmmíhönskum fann ég forláta flöskubuska og ýtti honum í gegn upp rörið. Upp frussaðist meiri drulla (út um allan vask) og hárvöndull, hálf-grænn og slímugur. Ooojjjjj. Skrúfaði frá krananum til að hreinsa rörið betur en steingleymdi því að allt var opið í gegn svo nú frussaðist bæði vatn og drulla niðrá gólf! Sumir eru utan við sig. En stíflan er farin lönd og leið.

Í kvöld verður fiskur. Skötuselur og steinbítur í vínberjasósu. Ætla að reyna að heilla ungan mann með jarðaberjunum með kókosflögunum. Ætli það takist? Kannski óþarfi að vera að reyna; held mér hafi þegar tekist það! Held það barasta...

miðvikudagur, júní 15, 2005

Skötuselurinn varð að lúðu ("Já, það er af því að þú ert svo femínísk, sagði gestur"!!!) og forrétturinn að engu en maturinn heppnaðist vel; súkkulaðikakan varð himneskt, eins og hún átti að vera, og við stóðum öll á blístri. Pjúff. Óhætt að segja að þetta kvöld mun teljast með betri mánudagskvöldum. Ég tók smá kökubita og jarðarber með í göngu í gærkvöld. Eftir óvenjulegan vinnudag úti á Reykjanesi (Jobbi bauð mér með að sækja þrjá mæla á nýja prufustaði og tölvu og græjur upp á Þorbjarnarfell) hjólaði ég heim í einum grænum og stökk svo af stað í gönguferð. Gangað hófst uppi á Hellisheiði og gengið var niður í Reykjadal og áfram niður í Hveragerði. Kvöldsólin braust fram úr skýjunum og geislarinir köstuðu leyndardómsfullri birtu á ummyndað og litríkt bergið. Rómantískt!

mánudagur, júní 13, 2005

Aaaa, ég er að fríka út hérna við tölvuna. Mig langar til að kasta af mér skónum, hlaupa út í gras eða taka sundsprett í sjónum! Fór í göngu með broþar í gær. Við tókum þriggja og hálfs tíma göngu á Geitafell. Fór svo og fékk rosalega góðan mat á Austurlandahraðlestinni með "soldið" sætum vini. Ekki amalegt;-) Það verður meira inverskt í kvöld því ég ætla að bjóða nýgiftum vinum mínum í mat í kvöld. Ég á hvítvínsflösku í skápnum, skötuselurinn klikkar aldrei og svo var búið að panta himneska súkkulaðiköku í eftirrétt. Basillikan i eldhúsglugganum er orðin svo hávaxin að hún fer að falla um sjálfa sig. Keypti því tómata og mozarella til að hafa með í forrétt. Ætli fólkið hafi nokkuð lyst á svo miklum mat í þessum hita?

fimmtudagur, júní 02, 2005

Tólf stiga hiti úti og stígandi?
Allt of gott veður til að sitja inni. Hjólaði á stuttermabol í vinnuna í morgun. Fór í notalegan labbitúr í fjörunni úti á Nesi í gærkvöld. Sólin var að setjast og það var eins og bál væri bak Gróttu. Öldugjálfur og vorangan. Ummm.

miðvikudagur, júní 01, 2005

Speki ýmisleg



Óskaplega er hún orðin þunn, þessi síða. Er ekki mál að bæta úr því?

Ösp - Óvissa
04.02-08.02 & 01.05-14.05 & 05.08-13.08

Manneskjan hefur ekki mikla trú á sjálfri sér en er kjarkmikil þegar á reynir. Hún þrífst best í þægilegu umhverfi og þarfnast velvilja frá vinum sínum sérstaklega.

Manneskjan er oft einmana, enda vandfýsin með afbrigðum og býr oft yfir mikilli og djúpstæðri reiði. Hún hefur listræna hæfileika og er góður skipuleggjandi, aðhyllist sérstaka lífsspeki og er mjög traust í hvaða aðstæðum sem er. Manneskjan flanar ekki að neinu þegar náin kynni eru annarsvegar.

Sp: Er þetta ég? Hmmmm. Ekki laust við að ég trúi því.

Áfram hélt ég...

Naut
Ef þú ert ekki ástfangin(n) er vissulega erfitt fyrir þig að stunda gott kynlíf því þú ert oftar en ekki bundin(n) eigin tilfinningum. Þegar öll skynfæri þín eru örvuð í einu ert þú ánægð(ur) og þegar þú æsist væntir þú fullnægingar.

Aha...

Hætti svo að finna sniðugar persónulýsingar og stjörnuspár og snéri mér aftur að Scholz og brittle-plastic transition...

Frábært annars að eiga góða að í vinnunni. Listinn var laus á bílnum. Ég bað um ráð og áður en ég fékk þau var búið að redda málinu. JGE er gull að manni!!!

Um helgina fór ég á Iron Maiden-tribute tónleika á Grand Rokki. Hmmm. Aðeins svona meira dauðarokk en metall. En áhugavert engu að síður. Daginn eptir gekk ég við annan mann á Trölladyngju. Það var brakandi blíða er við lögðum af stað og skálmunum var fljótt rennt af buxunum. Eftir að toppnum var náð var haldið niður hinum megin, niður í lágina milli Trd. og Grænudyngju á afram út á hálsinn. Settumst þar niður í sólinni og nörtuðum í smákökur. Heyrðum allt í einu drunur miklar, og síðan kom hver þruman á fætur annarri. Úfff, það setti að okkur óhug. Höfðum séð svört ský í austri yfir Bláfjöllum en fannst ólíklegt að þau rækju til okkar. Lánið var þó eigi meira en svo að þegar við vórum komin upp á Oddafell kom þetta líka svakalega haglél sem dundi á okkur með þessum líka látum að þegar við loksins komum í bílinn var allt rennandi, og pollur í bakpokanum. Gránað hafði í fjöll. Þvílíkar öfgar! Með líflausa fingur og hroll í kroppnum brunaði ég í bæinn, sótti sundfötin og náði loks í mig almennilegum hita i laugunum. Varð því ekki meint af, ferðin verður bara eftirminnilegri fyrir vikið;-)

mánudagur, maí 02, 2005


Ég á afmæli í dag, mamma er víst búin að baka handa mér köku og vinir eru því velkomnir í tesopa í kvöld.
Ég er sum sé komin aptur frá Vín, rosafín, með ný sólgleraugu, og sitthvað fleira.
Í heildina hin bezta ferð. Kom heim rétt áðan, tveggja tíma seinkun á vélinni. Er e-ð löt, er að hugsa um að koma mér heim og opna litinn pakka. Aaaa. Segi ferðasögu síðar...

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Gleðilegt sumar, elsku vinir;-)

Er mætt í vinnuna, hressari en síðustu daga. Annað veggspjaldið tilbúið til prentunar en hitt alveg eftir. Búin að vera hér fram á nótt síðustu tvo, þrjá daga, með hausverk og yfir 38 stiga hita og hálsbólgu (ææææ, aumingja ég, aumingja ég, aumingja ég). Ojæja. Svona hefnist manni skipulagsleysið. Reyni að massa þetta í dag og á morgun svo ég hafi e-ð að sýna. Þrír dagar í Vín.

Var líka að vinna á sumardaginn fyrsta í fyrra. Var með fyrirlestur daginn eftir. Þá var líka sól, 13 stiga hiti og mér var boðið í siglingu á Karlsfarinu úti á Fossvoginum...

laugardagur, apríl 16, 2005

Hugsi hugs...Gone on a thinking walk


Hugsi hugs, eins og Bangsímon sagði e-u sinni. Á það sameigninlegt með bangsagreyinu að hugsa stundum svolítið. Eða eiginlega aðeins of mikið. Hér kemur lítil saga að hugsi-labbitúr fyrir viku síðan. Ég hafði sum sé farið í leikhús á laugardagskvöldi með mater. Við höfðum ákveðið að kíkja á pöbba eftir á og þar eð ég drakk soldið viskí á tveimur stöðum sá ég þann kost vænstan að skilja bílinn eftir á bak við Þjóðleikhúsið. Núnú. Daginn eftir var hið besta veður og í hádeginu rölti ég niður laugarveginn. Skoðaði í glugga á leiðinni og fékk skyndilega þessa líka fínu hugmynd að belti sem ég er að pæla í að sauma. Núnú, þar sem ég var í þungum þönkum að pæla í mismundandi útfærslum rekst ég á frænda minn fyrir utan listagallerí. Tókum tal saman og svo strunsaði ég áfram. Kíkti í Iðu niðri í bæ, þurfti að kaupa mér límstifti fyrir fermingarkort sem ég var að gera. En áður en ég komst svo langt greip tímaritarekkinn athygli mína og ég ég kíkti í Burdablað. Nú, sá þetta líka fína pils í blaðinu, fékk skyndilega aðra hugdettu að skemmtilegri útfærslu á pilsinu sem gæti gert það svolítið sérstakt (og passa við nýju gullskóna mína:-). Greip blaðið með mér og á leiðinu að líminu rakst ég á gjafakort og við það fékk ég þriðju hugdettuna þann hálftímann og hugsandi um allar þessar hugmyndir, raðandi saman mismunandi litum og formum í huganum, gekk ég að líminu, borgaði fyrir, steingleymdi auðvitað hinu sem ég ætlaði að fá líka, og hélt af stað til baka heim upp Laugarveginn. Í mjög þungum þönkum. Það var fyrir tilviljun að mér varð litið til hliðar og gegnum húsasund við Laugarveginn blasti Þjóðleikhúsið við mér. Var auðvitað löngu búin að gleyma að ég hafði upphaflega farið af stað til að sækja bílinn. Hahaha. Hugsi hugs...

Hef verið að reyna að lifa eftir mottóinu: Gerðu einn hlut í dag sem þú gætir vel frestað til morguns. Jámm. Hef með þessu afrekað að skipuleggja húsfund, láta laga rafmagnið á ganginum (nei, er ekki í hússtjórn en farið að leiðast slugsið:-( )og straujaði dúk og boraði upp spegil á ganginum í auglýsingahléum þegar ég horfði á þátt á skjá einum á miðvikudagskvöldið var. Ég hef aldrei fyrr BEÐIÐ eftir næsta auglýsingahléi jafnspennt... Spegillinn hefir staðið á kommóðunni síðan ég flutti inn. Þetta lítur miklu betur út núna. En þvílíkt slugs. Úffff.




Your Inner European is Spanish!









Energetic and lively.

You bring the party with you!


föstudagur, apríl 01, 2005

Think pink


Mig langaði ekkert sérlega mikið framúr áðan. Æi. Skrítnar draumfarir. Lufsaðist þó á fætur, dró fram bleiku inversjón-skóna (Uppsalir 2003), bleika semelíueyrnalokka og nýja bleika, teinótta slifsið og leðurjakkann. Klæðumst drottni til dýrðar hugsaði ég og minntist orða konunnar á Omega í gærkvöldi (ég skrapp í heimsókn, sko:-). Var fegin að hafa skolað af bílnum á leið heim úr vinnu í gær þegar ég kom að honum héluðum í morgun. Mói, greyið, þarf þá ekki að vera svo skítugur í komandi frostkasti. Held hann sé líka ofsakátur með nýja nýju pústviðgerðina. A.m.k. varð ég himinlifandi þegar ég heyrði að viðgerðin kostaði ekki nema 3500-kall, en ekki 10-20 þúsund, eins og ég hafði búist við.

fimmtudagur, mars 31, 2005

FIAT LUX-FACTA EST LUX



Í fyrradag gerðist sá stórmerkilegi atburður að ég gat kveikt ljós frammi á gangi við íbúðina mína í fyrsta skipti síðan ég flutti inn... Rafmagnið var nú líka endanlega farið af öllum ganginum og dyrabjöllunum svo ástandið var orðið nokkuð slæmt. Eftir að hafa hringt tvisvar í gjaldkera húsfélagsins og bankað upp á hjá nágrönnum mínum sá ég að ástandið yrði óbreytt ef ég tæki ekki sjálf af skarið. Þegar rafvirkinn kom á staðinn kom í ljós að öryggin voru farin og rofarnir stóðu á sér. Ég hafði nú keypt mér brúsa af WD-40 um daginn, vitandi að hann myndi e-n tíma koma að góðum notum, og svo var spreyjað í rofana og ... VOLA! Þvílík gleði;-) Nú er næsta mál á dagskrá að kaupa ný ljósstæði, perur og öryggi og hóa fólki á húsfund. Meiri gleði...

Á meðan Árni rafvirki gerði krafptaverk á ganginum notaði húsmóðirin (jeje) á annari hæð til hægri tímann til að snyrta og beinhreinsa skötuselinn sem hún keypti á heimleiðinni. Hann var síðar um kvöldið matreiddur í indverskri sósu og Sigga Sif kom í mat, te og langt stelpuspjall. Það var voðavoða notalegt.

Framundan er kráarrölt Bjórvina á morgun. Þangað til ætla sumir að taka skurk í greinalestri eftir að hafa verið að leika sér í GMT í gær og dag. Afraksturinn er meiri þekking og tvær myndir í fyrirlesturinn þarnæsta laugardag. Ef ég verð voðavoða dugleg að lesa má ég fara á laugardag og kaupa mér liti og striga. Jibbííí, hlakka til. Er með stóran auðan vegg heima og nokkrar misgóðar hugmyndir sem mig langar að fara að hrinda í framkvæmd.

laugardagur, mars 26, 2005

Rétt'úr kútnum


Hmmm. Held ég sé svona hægt og bítandi að rétta úr kútnum. Þegar öllu er á botninn hvolft held ég að menn eigi að fara varlega í að treysta nokkrum nema sjálfum sér... Og sumt fólk er bara ekki þess virði að eyða á það orðum eða augnatilliti. Fusss.

Fór annars á frábæra tónleika í Fríkirkjunni í gærkvöld. Arnþrúður vinkona var að syngja, og reyndar margar aðrar gamlar kórvinkonur. Þetta voru lokatónleikar Blúshátíðar í Rvk og kirkjan smekkfull. Sungnir voru negrasálmar, kannaðist við marga þeirra, og með Kammerkórnum sungu Andra Gylfa og Deitra Farr (frááábær söngkona). Vaknaði upp í morgun í sófanum hjá mater, hálf-hugsandi og hálf-dreymandi um S-bylgju hraða í skorpunni og Qs-gildi. Jeminn, en spennandi. Er samviskan e-ð að naga mig?

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Leirburður



Þriðji í kvefpest...

Djöfulsins drullukvef,
dúndrandi hausverkur stíflað nef.
Hausinn fullur af hor.
Helvíti. Vildi'að það væri vor.


Jákvæð? Fusss. Ekki ég....

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

The Domestic Godess


Jeminn eini. Ég sló bara öllu sem heitir myndarlegt við síðustu helgi og lék the domestic godess. Þurrkaði af, sópaði hvurn krók og kima og skúraði. Fúgaði og kíttaði svo með pa inni á baði. Fór reyndar ekkert offörum í eldhúsinu að þessu sinni. En það gerir ekkert til, þar sem ég hef mig og aðeins mig til að elda og baka oní. Og nóg fékk ég af bollunum annars staðar. Er að hugsa um að eiga ljúfa stund með kíttissprautunni í kvöld og klára verkið (í kringum baðkarið, sko). Horfa svo á das Model ala Tyra á s1. Jiiii, hvað þetta verður huggulegt (og nei, er ekki að tapa glórunni;-)

Annars var þarsíðasta helgi ekki af verri endanum. Pakkaði niður sæng minni, nóg af greinum til að lesa og rauðvínsflösku og ók með Ara viðskiptastjóra norður á Sauðárkrók í heimsókn til broþar og Söruminnar. Þar var hlegið mikið, hörð barátta háð um vinningssætið í Siedler von Catan, fíflast, etið nóg af rosalega góðri og mikilli súkkulaðiköku og sungið. Sungum tvíradda norður yfir Vatnsskarðið og Old Durrham Town og fleiri Whittaker-slagara suður Holtavörðuheiði. Ég rétt náði að troða inn svona eins og þremur AC-DC lögum. Þá var strax skrúfað niðrí græjunum...

sunnudagur, janúar 23, 2005

Ostabakkar í massavís


Mottó síðustu viku: Hold on tightly, and let go lightly!!!
Og næstu viku: Upp, upp mín sál og allt mitt geð...

Það er kominn svolítill vorhugur í mig. Það er kannski asnalegt að segja svona í janúar en mér finnst það nú samt. Það er svolítil þýða núna. Og í gær, er ég gekk hér að Veðurstofunni, fann ég lyktina upp úr sverðinum og af nýsöguðum trjánum og það minnti mig svo á vorið. Og hjartað tók smá kipp. Það er líka kominn mikill framkvæmdahugur í mína. Ég fór í gær í flísabúð fyrir vinnu og var svo heppin að ná í síðasta dag útsölunnar. Fékk þar flísarnar sem ég var búin að velja mér á smá afslætti. Keypti líka bindigrunn, lím og fúgur svo nú er ég til í allt. Þarf bara að byrja á að mála lopt og veggi, pússa upp innréttingu, mála hana. Svo get ég farið í flísalagninguna. Íííí, hvor jeg glæder mig til:-) Eldhúsið mun taka stakkaskiptum næstu mánuði...

Er nú á leið í bíltúr upp í Borgarnes að sækja forláta ostabakka sem var brotinn er ég tók utan af honum um jólin. Sendi hann í viðgerð. Á nú eina þrjá (nei, fjóra!!!) ostabakka og ætti að geta haldið verulega fínt ostapartý ef sá gállinn væri á mér. Hahaha...

föstudagur, janúar 21, 2005

Matur og mere


Abstraktinn er ég búin að senda, er auðvitað bjartsýn og geri ráð fyrir að hann verði samþykktur. Líka búin að fá vilyrði fyrir ferðinni svo það eru allar líkur á því að ég fari á EGU-ráðstefnuna í Vínar í lok apríl. Óvei. E-ð til að hlakka til; og kvíða fyrir...

Ætla að nota vinkonur mínar sem tilraunadýr í kvöld. Mun prófa nýja uppskrift með skötusel, karrímauki/mangómauki/kóríander. Fékk þá hugmynd að hafa jarðarber með mascarpóne osti/dökku súkkulaði/ristuðum kókosflögum í eftirrétt. Ummm. Hlakka til að sjá hvernig til tekst. Ef allt fer í hass eru pizzurnar frá Eldsmiðjunni alltaf góðar!!!

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Bigmouth strikes again


Horfði á þau þar sem þau sátu í við eitt borðið og hún dró upp tappa með stjörnum, tyllti fyrir augun og sagði brosandi: "Sjáðu, ég er með stjörnur í augum!" Og hann horfði á hana og sagði: "Tókstu þetta meððér til gera þetta, ó guð, þetta er svo leeeeeeiiiiiim" með svo mikilli fyrirlitningu í röddinni að hún rétt gat kreist aftur tárin þegar hann rauk upp og fékk sér annan á barnum. Og ég hugsaði bara: Almáttugur.


Abstraktinn skal tilbúinn fyrir ellefu. Hamast... Skjálftavirknin aptur að taka við sér fyrir norðan. E-r kippir af og til. Og svo er ég frekar montin yfir því að vera komin hingað kortér FYRIR átta í morgun, jesss.

mánudagur, janúar 17, 2005

Uhhh. Já ansi var ég annars góð að vita það einn tveir og tíu hvað ég átti að fá í jólagjöf. Tíhihí. Fékk það staðfest um helgina. Sendingin reyndar ekki komin en hlakka til að sjá þetta:-)

The end is nigh (and revenge is sweet)


Já. Sá þessa líka brjáluðu mynd um daginn, Old Boy. Afskaplega svört og ömurleg og ljót á köflum en góð. Hefndarþorstinn heldur tórunni í manninum fjötraða. Ræninginn þó enn meiri fangi eigin tilfinningafjötra. Sá þó meira léttmeti um helgina. Vildi fá Big með á Alfie (jáhhh, sumir hefðu haft gott af því) en The Incredibles varð fyrir valinu. Myndin kom ótrúlega á óvart, mjög skemmtileg.
Annars var hátíðarfundur MOBS á föstudaginn. Jaaaaá, soldið skrautlegt kvöld. Sei nó mor.

Og: In my life, why do I smile at people who I'd much rather kick in the eye... (Smiths eiga alltaf réttu orðin;-)

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Gleðilegt nýtt ár!!!


Hulló gæs, og gleðilegt nýtt ár. Þakka lesendum og vinum hið liðna.
Hefur e-ð drifið á daga undirritaðrar síðan síðast? Jólin liðu svona eins og vanalega. Fór í leikhús á annan með Big og sá þessa líka ágætu sýningu Eldað með Elvis. Vissulega stórskrýtin og fjölskylda og undarlegt lið en allt fór þó vel að lokum (nema fyrir blessaðan drenginn Stefán:-) Partýstand milli jóla og nýárs og meiri gleði á gamlárskvöld þegar ég datt í viský og spilaði Die Siedler von Catan fram á nótt (og tapaði náttúrulega, en það skiptir nú ekki máli, hmmm). Endurheimti Big frá útlöndum á sunnudaginn var og rúllaði náttúrulega út á flugvöll. Er annars búin að vera með afbrigðum löt til vinnu og búin að fá soldið leið á öllu saman. Held ég sé að taka gleði mína á ný og vil reyna að drífa þetta verkefni áfram og klára. Sem fyrst. A.m.k. vinnuna. Ætti að geta það, mesta vandamálið er að fara að setja e-ð niðrá blað og lesa þennan líka haug af greinum sem eftir er. Úfff. Úfff.
Framundan: Hátíðarfundur Bjórvinafélagsins á föstudaginn næstkomandi. Og átak í að vakna fyrr!!! Upp upp mín sál og allt það...