þriðjudagur, desember 23, 2008

Enn eitt árið er ég að fara með mig út jólastressi. Ég sat við til tvö í nótt að skrifa á jólakort.
Þvílík endalaus vitleysa! Ég á enn eftir að sauma jólafötin á elsku barnið (ég er samt byrjuð, sko) og föndra litla jólagjöf handa vinkonu minni, vaska upp, taka aftur til, setja hreint á rúmin, kaupa jólagjöfina handa Böðvari og e-ð fleira.
Úfff. Eins gott að hafa lítinn karl sem er liðtækur við heimilisstörfin:
IMG_2031

IMG_2077

IMG_2079

IMG_2052

miðvikudagur, desember 10, 2008

Ég vakti fram á nótt. Skilaði af mér ófullkomnu uppkasti að ritgerð um kl 04 í morgun. Var svo mætt kl átta í Hafnarfjörð til að segja 10 ára krökkum í Öldutúnsskóla frá Suðurlandsskjálftum. Enn er margt ógert í ritgerðinni, eilífðarhelvítisverkefni! Þarf að skila henni í janúar. Þarf að skila gein í janúar. Á eftir að klára jólafötin á Hjalta. Hakka í mig nammi en stressið er grennandi. Kemst loksins í buxur sem hafa ekki passað síðan sumarið 2006. Frábært, alltaf ljósir punktar í tilverunni;-)

sunnudagur, október 26, 2008

Ég er enn á lífi. Og það sem meira er, sit við á sunnudagseftirmiðdegi og vinn að eilífðarritgerðinni. Myndir og töflur í viðauka. Á endanum hefst það.

fimmtudagur, maí 29, 2008

Þarfagreining. Hvað er nú það? Nytjagreining, kröfugerðir, stýrivextir. Öll þessi 21. aldar orð. Öll e-ð svo ónýt og þarflaus fyrir mér. Eða hvað? Ég er eirðarlaus. Er að hugsa um að drífa mig í að gera þarfagreiningu. Gera lista yfir allt það sem ég þarf að gera í vinnunni. Skref fyrir skref. Og svo allt það sem mig langar til að prjóna. Hvað ætli listinn verði langur? Er það þarfagreining? Eða er þarflaust að prjóna?

Hjalti varð 15 mánaða gamall í gær. Hann er enn ekki farinn að ganga sjálfur, nema hann geti haldið sér í. Það skemmtilegasta sem hann gerir er að vera úti og moka sand eða skoða e-ð nýtt úti í náttúrinni. Í gær tók hann í fyrsta skipti eftir býflugu, stórri, hlussu býflugu sem var að gæða sér á blómunum við sandkassann hans. Merkilegt að vera svona lítill og vera að uppgötva allt í fyrsta sinn!

Fyrir rétt rúmu ári síðan:

og um miðjan febrúar (ég er víst ekki nógu dugleg að uppfæra myndasíðuna mína!)


Já, tíminn flýgur.