laugardagur, mars 26, 2005

Rétt'úr kútnum


Hmmm. Held ég sé svona hægt og bítandi að rétta úr kútnum. Þegar öllu er á botninn hvolft held ég að menn eigi að fara varlega í að treysta nokkrum nema sjálfum sér... Og sumt fólk er bara ekki þess virði að eyða á það orðum eða augnatilliti. Fusss.

Fór annars á frábæra tónleika í Fríkirkjunni í gærkvöld. Arnþrúður vinkona var að syngja, og reyndar margar aðrar gamlar kórvinkonur. Þetta voru lokatónleikar Blúshátíðar í Rvk og kirkjan smekkfull. Sungnir voru negrasálmar, kannaðist við marga þeirra, og með Kammerkórnum sungu Andra Gylfa og Deitra Farr (frááábær söngkona). Vaknaði upp í morgun í sófanum hjá mater, hálf-hugsandi og hálf-dreymandi um S-bylgju hraða í skorpunni og Qs-gildi. Jeminn, en spennandi. Er samviskan e-ð að naga mig?

Engin ummæli: