mánudagur, júní 13, 2005

Aaaa, ég er að fríka út hérna við tölvuna. Mig langar til að kasta af mér skónum, hlaupa út í gras eða taka sundsprett í sjónum! Fór í göngu með broþar í gær. Við tókum þriggja og hálfs tíma göngu á Geitafell. Fór svo og fékk rosalega góðan mat á Austurlandahraðlestinni með "soldið" sætum vini. Ekki amalegt;-) Það verður meira inverskt í kvöld því ég ætla að bjóða nýgiftum vinum mínum í mat í kvöld. Ég á hvítvínsflösku í skápnum, skötuselurinn klikkar aldrei og svo var búið að panta himneska súkkulaðiköku í eftirrétt. Basillikan i eldhúsglugganum er orðin svo hávaxin að hún fer að falla um sjálfa sig. Keypti því tómata og mozarella til að hafa með í forrétt. Ætli fólkið hafi nokkuð lyst á svo miklum mat í þessum hita?

Engin ummæli: