Dagbók eilífðarstúdents sem býr í Reykjavík og þykir alltof gaman að prjóna en slugsar við rigerðasmíð!
miðvikudagur, júní 15, 2005
Skötuselurinn varð að lúðu ("Já, það er af því að þú ert svo femínísk, sagði gestur"!!!) og forrétturinn að engu en maturinn heppnaðist vel; súkkulaðikakan varð himneskt, eins og hún átti að vera, og við stóðum öll á blístri. Pjúff. Óhætt að segja að þetta kvöld mun teljast með betri mánudagskvöldum. Ég tók smá kökubita og jarðarber með í göngu í gærkvöld. Eftir óvenjulegan vinnudag úti á Reykjanesi (Jobbi bauð mér með að sækja þrjá mæla á nýja prufustaði og tölvu og græjur upp á Þorbjarnarfell) hjólaði ég heim í einum grænum og stökk svo af stað í gönguferð. Gangað hófst uppi á Hellisheiði og gengið var niður í Reykjadal og áfram niður í Hveragerði. Kvöldsólin braust fram úr skýjunum og geislarinir köstuðu leyndardómsfullri birtu á ummyndað og litríkt bergið. Rómantískt!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli