miðvikudagur, júní 01, 2005

Speki ýmisleg



Óskaplega er hún orðin þunn, þessi síða. Er ekki mál að bæta úr því?

Ösp - Óvissa
04.02-08.02 & 01.05-14.05 & 05.08-13.08

Manneskjan hefur ekki mikla trú á sjálfri sér en er kjarkmikil þegar á reynir. Hún þrífst best í þægilegu umhverfi og þarfnast velvilja frá vinum sínum sérstaklega.

Manneskjan er oft einmana, enda vandfýsin með afbrigðum og býr oft yfir mikilli og djúpstæðri reiði. Hún hefur listræna hæfileika og er góður skipuleggjandi, aðhyllist sérstaka lífsspeki og er mjög traust í hvaða aðstæðum sem er. Manneskjan flanar ekki að neinu þegar náin kynni eru annarsvegar.

Sp: Er þetta ég? Hmmmm. Ekki laust við að ég trúi því.

Áfram hélt ég...

Naut
Ef þú ert ekki ástfangin(n) er vissulega erfitt fyrir þig að stunda gott kynlíf því þú ert oftar en ekki bundin(n) eigin tilfinningum. Þegar öll skynfæri þín eru örvuð í einu ert þú ánægð(ur) og þegar þú æsist væntir þú fullnægingar.

Aha...

Hætti svo að finna sniðugar persónulýsingar og stjörnuspár og snéri mér aftur að Scholz og brittle-plastic transition...

Frábært annars að eiga góða að í vinnunni. Listinn var laus á bílnum. Ég bað um ráð og áður en ég fékk þau var búið að redda málinu. JGE er gull að manni!!!

Um helgina fór ég á Iron Maiden-tribute tónleika á Grand Rokki. Hmmm. Aðeins svona meira dauðarokk en metall. En áhugavert engu að síður. Daginn eptir gekk ég við annan mann á Trölladyngju. Það var brakandi blíða er við lögðum af stað og skálmunum var fljótt rennt af buxunum. Eftir að toppnum var náð var haldið niður hinum megin, niður í lágina milli Trd. og Grænudyngju á afram út á hálsinn. Settumst þar niður í sólinni og nörtuðum í smákökur. Heyrðum allt í einu drunur miklar, og síðan kom hver þruman á fætur annarri. Úfff, það setti að okkur óhug. Höfðum séð svört ský í austri yfir Bláfjöllum en fannst ólíklegt að þau rækju til okkar. Lánið var þó eigi meira en svo að þegar við vórum komin upp á Oddafell kom þetta líka svakalega haglél sem dundi á okkur með þessum líka látum að þegar við loksins komum í bílinn var allt rennandi, og pollur í bakpokanum. Gránað hafði í fjöll. Þvílíkar öfgar! Með líflausa fingur og hroll í kroppnum brunaði ég í bæinn, sótti sundfötin og náði loks í mig almennilegum hita i laugunum. Varð því ekki meint af, ferðin verður bara eftirminnilegri fyrir vikið;-)

Engin ummæli: