Jökulgreinina sendi ég núna áðan fyrir kaffi. Vei. Þetta hefur tekið miklu meiri tíma en mig óraði fyrir. Það tók langstysta tímann að skrifa uppkastið. Það hefur tekið ívið lengri tíma að laga og láta lesa yfir og laga, og láta lesa yfir... Dæs. Var orðin svo niðurbrotin af allri gagnrýninni frá vinnufélaga mínum að mig langaði til að hætta hér med det samme! Langar það soldið enn. Mér þykir það skítt að hafa ekki drifið mig í að skrifa helv... greinina í sumar svo hún kæmist í ,,review''. Það hefði verið öllu skárra.
Þarf helst að koma frá mér tveimur skýrslum í viðbót fyrir mánudag. Það er því nóg að gera. Get ekki kvartað yfir verfefnaskorti.
En út í léttari sálma. Við mamma og Böðvar drifum okkur norður á Sauðárkrók síðustu helgi. Bróðir minn og mágkona voru að kaupa sér sitt fyrsta hús og við hjálpuðum þeim við flutningana. Atið náði hámarki þegar þrír röskir karlmenn, bror, Böðvar og tannlæknir á staðnum, komu Kornelíusi öfugum upp stigann og inn í stofu. Kornelíus er antíkskápur, sem fylgdi núverandi eigendum sínum frá Þýskalandi, allbreiður og illmeðfærilegur í fremur þröngum stiga í húsi sem þessu! Eftir að hafa gert vistlegt í svefherbergjum, eldhúsi og stofu töfraði Böðvar fram hamborgara og svo var djúsað í öllu búsinu sem keypt var fyrir sunnanliðið. Kíkti svo í leikhús er ég kom heim á sunnudagskvöldið. Híbýli vindanna, ágætis stykki, en svona í það langdregnara á köflum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli