Vegir liggja til allra átta: San Fran og Uppsala
Jæja, ég fæ væntanlega farseðilinn til San Fran á næstu dögum. Ég ætla mér að flytja erindi um sprungukortlagninguna á AGU-ráðstefnunni. Hef verið svo heppin að fá þá styrki sem ég sótti um svo ferðin verður að veruleika. Ég er svolítið spennt. Hlakka reyndar lítið til núna, kvíðinn fyrir erindinu er öllu yfirsterkari. Erindið er ekki tilbúið, en ég held ég eigi nóg af efni og myndum til að púsla saman, svo vandamálið verður aðallega að nálgast það á réttan hátt og hafa það ekki nógu langt því menn eru víst voðalega strangir á tíma þarna úti í Ameríku.
Síðari utanförin verður væntanlega á næsta ári í apríl-maí. Þá verður haldið námskeið úti í Uppsölum sem mig langar að taka svo ég geti vonandi útskrifast e-n tíma. Ég þyrfti kannski að fara að blikka e-a góða vini þarna úti og athuga hvort ég geti legið e-s staðar á gólfinu! Ég efast um að ég komist inn á stúdentagarð svona seint á önninni. Sjáum til...
Ég komst aftur í prjónaham í haust og get nú vart stoppað. Ég lauk loks við renndu lopapeysuna sem ég byrjaði á í sumar. Er líka búin að prjóna eitt par af barnasokkum og gefa gamalli vinkonu, sem eignaðist barn í haust. Hitt sokkaparið er langt á veg komið. Svo er ég búið að prjóna peysu í jólagjöf á lilta vinkonu mína. Systir hennar fær eins peysu, í öðrum lit þó, og ég er að sjálfsögðu byrjuð á henni líka. Það er spurning hvort ég eigi ekki bara að fara að monta mig soldið (eins og fleiri bloggarar) og henda inn myndum:-?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli