miðvikudagur, desember 04, 2002

Meira stress...


Mikið óskaplega er erfitt að koma sér á fætur þessa dagana! Ég er syfjuð niður í tær.


Umsóknin mín til Uppsala klúðraðist e-ð, þ.e.a.s. hún fór aldrei á réttan stað. Á heimasíðu skólans eru menn hvattir til að leita beint til deildanna ef hugur er á framhaldsnámi þar og ég lét einn kennarann þar fá umsóknina persónulega, þar sem hann var staddur hér á landi. Svo kom í ljós að hana eigi að senda til Studentbyråen, auðvitað. Auk þess vildu þeir fá stimplað stúdentsskírteini og gera þær kröfur að ég hafi a.m.k. 6 í e-m norðurlandamálanna og 9 í íslensku. Það er nu reyndar ekki vandamál en það mætti halda að ég væri að sækja um framhaldsnám í íslensku!
Ég vona að þetta nái út í tæka tíð, eða að ég fai svar fljotlega. Þangað til reyti ég hár mitt!

Ef þetta blessast allt saman mun ég að öllum likindum fara út um miðjan janúar og ekki koma heim fyrr en í júní. Hmmm. Ég get þá kannski farið í heimsókn til Siggu Sifjar sem verður í Helsinki sömu önn.



Af ofangreindum ástæðum atti ég erindi nidur i bæ i MR siðastliðinn föstudag, til að sækja þýtt prófskirteini. I öllu stressinu tókst mér audvitad ad læsa lyklana inni i bilnum og þar sem eg hafdi skilid simann minn eftir a skrifbordinu i vinnunni (var viss um ad eg þyrfti ekkert a honum ad halda) vard eg ad notast vid peningasimann a ganginum nidri i gamla skolanum. Á medan eg beid eftir hjalp hitti eg m.a. Bjarna stærdfrædikennarann minn og Elias pabba Árdisar en hann er einmitt med mer i dansi a þriðjudögum. Og svo tók ég lika sérstaklega eftir þvi hvað nemendur þurftu mikið að tala í símann sinn í friminútunum. Á minum MR-skólaárum var þetta nú öðruvisi- menn töludu ekki i simann nema i brýnni nauðsyn. Gerfiþarfir?

Engin ummæli: