Hádegislabbið
Í hádeginu í dag langaði mig ekki upp í matsal að borða svo ég ákvað að fá mér göngutúr út í Hagkaup í Skeifunni. Ég keypti mér svolítið í svanginn. Auk þess fann ég fínar jólasokkabuxur og saumablað. Það var rosalega flott kápa í blaðinu, mig langar mikið til að sauma hana, ef það er hægt að fá flott efni á viðráðanlegu verði hér í búðunum. (Það er nefnilega orðið svolítið dýrt að sauma, stundum borgar það sig ekki.) Það er reyndar smá vandamál: blaðið er á ítölsku! Ég kann ekki nema fáein orð í ítölsku. Sjáum hvernig gengur.
Gærdagurinn fór í tiltekt og smákökubakstur. Auk þess dreif ég mig í að taka niður gömlu gardínurnar í stofunni og þvo þær. Svo voru nýjar hengdar upp í staðinn. Nú á ég bara eftir að taka svolítið meira til, kaupa tvær eða þrjár jólagjafir og þá er jólastússið búið. Það er sko notalegt að vera laus við allt prófstress í desember. Mjög ljúft.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli