Latex vs. PostScript vesen
Ég er búin að vera í veseni í dag. Er að skrifa smá greinargerð og var búin að koma öllum textanum á Latex-form.
Vandamálið kom svo upp þegar ég ætlaði að fara að setja inn "fínu" kortin mín í skjalið. Kortin voru gerð með GMT í Unix og eru myndir á postscript formi (.ps). Þegar ég skoða svo skjalið mitt í xdvi (eða gv) birtist myndin leiftursnöggt og hverfur svo aftur. Það sama gerist þegar ég færi bendilinn yfir (skoða með stækkunarglerinu). Hún prentast ekki út með skjalinu. Ég prófaði að setja inn aðrar GMT-myndir inn í staðinn, bæði svipuð kort sem aðrir hafa gert og annað sem ég gerði um daginn. Það virkaði vel. Nú spyr ég: Hefur e-r lent í öðru eins? Hvað getur eiginlega verið að myndinni minni?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli