fimmtudagur, desember 12, 2002

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?


Í morgun kíkti ég aðeins í DV meðan ég borðaði jarðarberjasúrmjólkina mína. Þar rakst ég á skondna frétt. Sagt var frá 7 ára dreng í LA sem á sér þá ósk heitasta að verða öskukarl. Helstu áhugamál hans eru að elta öskubílinn um hverfið sitt og skoða ofan í öskutunnur. Auk þess segist stráksi ætla í háskóla til að læra að aka öskubíl. Og hann er stórhuga: "Ég hef gaman af stórum trukkum. Mér finnst gaman að koma ruslinu þangað sem það á heima og gera heiminn hreinni."
Ætli Michael muni ekki enda í e-u öðru starfi þegar hann eldist? Ætli það séu margir sem á endanum láta æskudraum sinn rætast? Velja sér framtíðarstarf sem þá dreymdi um 5ára? Sjálf er ég langt frá mínu fyrsta "draumastarfi, ég ætlaði að verða hárgreiðsludama.



Vandamálið frá í gær er leyst. Eins og Stella stakk upp á var það líklega BoundingBox vandamál. Ég hafði nefnilega skilgreint kort með lambert-vörpun og við hliðina á kortinu annað svæði í öðru (hliðruðu) hnitakerti með skýringum. Þetta hefur latex bara ekki höndlað. Ég lagaði með því að skilgreina fyrst stóran ramma og setti skýringarnar til hliðar í hann og teiknaði svo kortið inn í sama rammann. Þá féll allt í ljúfa löð.


Engin ummæli: