Jólasmákökur og jólaljós
Nú er jólaundirbúningurinn kominn á skrið hjá mér. Á föstudaginn var jóla"frúkostur" hér á ROS á OS. Allir (sumir en samt nógu margir) komu með e-ð gott að borða eða drekka á hlaðborðið. Á laugardaginn fór ég svo í smá jólaleiðangur. Ferðinni var heitið í Blómaval, IKEA, litla sérvöruverslun og Habitat. Ég kom heim með tvær jólagjafir og auðvitað líka e-ð handa mér. Í IKEA keypti ég svolítið skraut, kertastjaka, kökubox og svoleiðis. Svo stóðst ég ekki mátið og keypti seríu á jólatréð í Blómavali og aðra til að hafa á speglinum inni í herbergi hjá mér. Ég stóðst allar freistingar í HABITAT (naumlega), enda var ég svolítið dugleg þar í fyrra.
Laugardagskvöldið fór ég í fyrsta skipti á Bond í bíói. Svaka hasar, sé ekki eftir því. Svolítið fyndið samt að sjá stóru Hallormsstaðar-grenitrén við Jökulsárlónið. Morguninn eftir, þ.e. í gærmorgunn, spratt ég svo á fætur og dreif mig í að baka eina smákökuegund, kornflekskökur með kókosmjöli og súkkulaði. Og hana nú.
Óli (forseti) viðraði þá hugmynd (hjá Árdísi) að við gætum hist, skólafélagarnir úr HÍ, í jólaglöggi Stiguls. Hvenær mun það verða? Líst ykkur á þessa hugmynd? (Þ.e.a.s. ef e-r skyldi lesa þetta...)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli