Morgunstund gefur gull í mund
Í morgun var Jón alls ekki í spariskapinu sínu og það var mikð grátið. Ég fór því snemma á fætur. Á hádegi var ég því búin að koma ýmsu í verk: Borða morgunmat, ryksuga, hangsa, fara í sund og synda 1100m, borða rosalega góða pizzu. Þvílíkur dugnaður.
Það er fínasta veður og ég er nú ekki alveg í skapi til að fara strax niðrí skóla. Mér tókst loksins í gær að skrifa forritskóðann sem við áttum að bæta inn í nær tilbúið forrit. Í gær þegar ég fór heim var ég búin að villuhreinsa og nú á ég eftir að tékka á því hvort fallið geri það sem það á að gera (Kirchhoff-mígrera stökkuð gögn) eða búi til tóma vitleysu. Ég er svolítð hrædd um að hið seinna verði uppi á teningnum. Ég er nefnilega ekki alveg besti forritari í heimi!!! :(
Engin ummæli:
Skrifa ummæli