Ég var aðeins of fljót á mér í gær að lýsa því yfir að vorið væri komið. Í morgun var komið frost og meira að segja snjókoma. En það stytti fljótt upp og sólin fór að skína. En það er ansi kalt
Í morgun skrifuðum við Kristín umsóknir um að taka þátt í sumarskóla í byrjun september á Íslandi. Fresturinn rennur út í dag. Ég vona að við komust að. Það væri líka gott á mig því þá þarf ég að gera póster í fyrsta skipti og kynna það sem ég er að gera. Það er alltaf gott að pína sig svolítið öðru hverju.
Ég gleymdi líka að segja ykkur frá því í gær að nú er ég komin með skrifborð (hálft) og stól og búin að tengja tölvuna mína. Hann Niklas (doktorsnemi hér, er að stúdera grunnvatn með viðnámsaðferðum) bauð mér að sitja inni á sinni skrifstofu, því hér er pláss fyrir tvo. Ég tók því fegins hendi enda gott að eiga athvarf. Þá þarf ég ekki að bera allar bækur fram og til baka á hverjum degi og get unnið hér í ró og næði. Annars er hér líka tölvuver sem ég hefi aðgang að þar sem ég geri öll verkefni og annað sem krefst Unix/Linux stýrikerfis þar sem ég er ekki enn komin með Unix-glugga-forrit á mína tölvu. Kannski fæ ég Pálma til að hjálpa mér með það seinna.
Ég vona að Blogger komi þessu til skila í dag. Færsla gærdagsins komst aldrei sína leið út af e-m breytingum sem þeir hafa gert. Ég vona að vandamálið verði ekki viðvarandi...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli