Í gær var loksins tími til að slæpast. Ég byrjaði reyndar á því að fara í innkaupaferð út í Gottsundacenter og kaupa 3 poka af mat. Svo kíkti ég niðrí bæ. Þegar ég kom niðrá torg voru þar stríðsmótmæli í gangi. Allt frekar á rólegu nótunum en menn létu í sér heyra. Ég rölti svolítið um og fann sniðuga snaga með sogskálum til að hengja upp inni í snagalausu baðherberginu heima. Engin þörf á að bora. Fékk meira að segja sams konar klósettrúlluhaldara, stórsniðugt. Þegar ég var á leiðinni heim hitti ég Kristínu, Pálma og Jón Loga hjá rennibrautinni og fékk mér nokkrar salíbunur með þeim. Aparólan var líka prófuð. Því næst fór ég inn og byrjaði að elda. Á matseðlinum var ítölsk grænmetis-/pastasúpa, salat og brauð og dásamlgt dúndur í eftirmat, með rjóma. Við smjöttuðum á því yfir mynd kvöldsins, speed2, sem var óttalega vitlaus en ég notaði þó tímann á meðan og byrjaði á sjali sem ég keypti í í gær.
í dag er hálfgerður letidagur líka, enda ekki alveg jafn-tímafrekt heimaverkefni þessa vikuna. Við kíktum samt aðeins hingað niður í skóla í dag. Ég er ekki búin að gera mikið meira en að laga einn rofa í skeljaskriptinni minni og fá út rétta mynd fyrir síðasta verkefni. Ég held að mesta vitið sé í því að fara heim og hlaða batteríin...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli