mánudagur, mars 31, 2003

Já, já, þau geta verið skemmtileg þessi netpróf, sérstaklega þetta!

I am infinity

You may worship me,
but from afar

_

what number are you?

this quiz by orsa

Sumartími og snjór


Aðfararnótt sunnudags var skipt yfir í sumartíma. Nú er klukkan því tveimur tímum á undan í stað eins. Það var aðeins erfiðara að vakna í morgun en vanalega. Síðasti fyrirlesturinn var í morgun. Nú tekur við lestur og vinna á fullu (og auðvitað þarf ég að laga forritið sem virkar ekki enn) og svo fæ ég heimsókn á fimmtudag frá Íslandi... Greyið Kalli, kemur hingað í snjóinn. Já, það snjóaði nefnilega í nótt og áfram í morgun en ég held það verði nú ekkert mikið úr þessu. Páskahretið er líklega bara snemma á ferðinni hérna.

laugardagur, mars 29, 2003

Morgunstund gefur gull í mund


Í morgun var Jón alls ekki í spariskapinu sínu og það var mikð grátið. Ég fór því snemma á fætur. Á hádegi var ég því búin að koma ýmsu í verk: Borða morgunmat, ryksuga, hangsa, fara í sund og synda 1100m, borða rosalega góða pizzu. Þvílíkur dugnaður.

Það er fínasta veður og ég er nú ekki alveg í skapi til að fara strax niðrí skóla. Mér tókst loksins í gær að skrifa forritskóðann sem við áttum að bæta inn í nær tilbúið forrit. Í gær þegar ég fór heim var ég búin að villuhreinsa og nú á ég eftir að tékka á því hvort fallið geri það sem það á að gera (Kirchhoff-mígrera stökkuð gögn) eða búi til tóma vitleysu. Ég er svolítð hrædd um að hið seinna verði uppi á teningnum. Ég er nefnilega ekki alveg besti forritari í heimi!!! :(

föstudagur, mars 28, 2003

Frk viðutan


Það er smá spölur frá strætóstoppistöðinni hingað að skólanum. Ég hef oft gengið í myrkri héðan frá skólanum ef ég hef verið e-ð frameftir að lesa. Ég fer þá út bakdyramegin enda styttra þaðan. Og svo geng ég í kantinum á veginum (hægra megin) sem liggur frá skólanum út á götu, þótt það sé engin umferð, en góð regla samt. En næstum því í hvert einasta skipti hef ég gengið á e-ð sem slútir þarna yfir veginn og alltaf dauðbregður mér. Svo tek ég eftir því að þetta eru bara greinar á birkitré sem stendur við veginn. Mér finnst bara frekar fyndið að ég skuli ganga á þær aftur og aftur.... Ég get verið alveg svakalega utan við mig...

Á mánudaginn fór ég niður á alþjóðaskrifstofuna og spurðist þar fyrir um húsnæði. Ég var nefnilega búin að skrifa þeim oft áður en ég kom og átti að vera komin á biðlista. Það var svo haft samband við mig daginn eftir og það losnar herbergi á gangi (sameiginleg eldunaraðstaða) 1.apríl. Þetta er í stúdentablokkarhverfi úti í Flogsta sem er hérna vestur af skólanum. Það er kannski hálftímagangur þangað, eða minna. Best er þó að hafa hjól því strætó sem fer þaðan stoppar ekkert í nánd við skólann (þ.e. Geocentrum) heldur fer niður í bæ og svo verður maður að taka annan vagn. Ég fékk mér gönguferð þarna út eftir í vikunni og ætlaði að kíkja á herbergið. Það reyndist ekki vera hægt því það býr e-r þar enn...

Það er mjög notalegt að vera hjá Stínu og Pálma en ég get ekki níðst á gestrisni þeirra endalaust. Ég kvíði svolítið fyrir að flytja en þetta á ábyggilega eftir að venjast... Ég hef samt miklar áhyggjur af því að ég geti ekki horft þarna á Sex and the city sem er á mánudagskvöldum og The Bachelor sem er á þriðjudagskvöldum. Ætli það sé sjónvarp þarna?

sunnudagur, mars 23, 2003

Í gær var loksins tími til að slæpast. Ég byrjaði reyndar á því að fara í innkaupaferð út í Gottsundacenter og kaupa 3 poka af mat. Svo kíkti ég niðrí bæ. Þegar ég kom niðrá torg voru þar stríðsmótmæli í gangi. Allt frekar á rólegu nótunum en menn létu í sér heyra. Ég rölti svolítið um og fann sniðuga snaga með sogskálum til að hengja upp inni í snagalausu baðherberginu heima. Engin þörf á að bora. Fékk meira að segja sams konar klósettrúlluhaldara, stórsniðugt. Þegar ég var á leiðinni heim hitti ég Kristínu, Pálma og Jón Loga hjá rennibrautinni og fékk mér nokkrar salíbunur með þeim. Aparólan var líka prófuð. Því næst fór ég inn og byrjaði að elda. Á matseðlinum var ítölsk grænmetis-/pastasúpa, salat og brauð og dásamlgt dúndur í eftirmat, með rjóma. Við smjöttuðum á því yfir mynd kvöldsins, speed2, sem var óttalega vitlaus en ég notaði þó tímann á meðan og byrjaði á sjali sem ég keypti í í gær.

í dag er hálfgerður letidagur líka, enda ekki alveg jafn-tímafrekt heimaverkefni þessa vikuna. Við kíktum samt aðeins hingað niður í skóla í dag. Ég er ekki búin að gera mikið meira en að laga einn rofa í skeljaskriptinni minni og fá út rétta mynd fyrir síðasta verkefni. Ég held að mesta vitið sé í því að fara heim og hlaða batteríin...

fimmtudagur, mars 20, 2003

Ég var aðeins of fljót á mér í gær að lýsa því yfir að vorið væri komið. Í morgun var komið frost og meira að segja snjókoma. En það stytti fljótt upp og sólin fór að skína. En það er ansi kalt


Í morgun skrifuðum við Kristín umsóknir um að taka þátt í sumarskóla í byrjun september á Íslandi. Fresturinn rennur út í dag. Ég vona að við komust að. Það væri líka gott á mig því þá þarf ég að gera póster í fyrsta skipti og kynna það sem ég er að gera. Það er alltaf gott að pína sig svolítið öðru hverju.


Ég gleymdi líka að segja ykkur frá því í gær að nú er ég komin með skrifborð (hálft) og stól og búin að tengja tölvuna mína. Hann Niklas (doktorsnemi hér, er að stúdera grunnvatn með viðnámsaðferðum) bauð mér að sitja inni á sinni skrifstofu, því hér er pláss fyrir tvo. Ég tók því fegins hendi enda gott að eiga athvarf. Þá þarf ég ekki að bera allar bækur fram og til baka á hverjum degi og get unnið hér í ró og næði. Annars er hér líka tölvuver sem ég hefi aðgang að þar sem ég geri öll verkefni og annað sem krefst Unix/Linux stýrikerfis þar sem ég er ekki enn komin með Unix-glugga-forrit á mína tölvu. Kannski fæ ég Pálma til að hjálpa mér með það seinna.
Ég vona að Blogger komi þessu til skila í dag. Færsla gærdagsins komst aldrei sína leið út af e-m breytingum sem þeir hafa gert. Ég vona að vandamálið verði ekki viðvarandi...

miðvikudagur, mars 19, 2003

Vor í lofti


Ég held að vorið sé á leiðinni. A.m.k. er nær allur snjór horfinn, einstaka skítugir skaflar eftir hér og þar eftir snjómokstur, og í síðustu voru allir göngustígar á floti í vatni og drullu. Ég er búin að kaupa mér vorskó, ég gat ómögulega verið áfram í gönguskónum og engir skór voru teknir með utan skvísuskónna og sandalanna minna, sem ég þarf að fara að sauma enn einu sinni saman.


Um helgina slógum við Kristín öllu upp í kæruleysi og nutum þess að vera til á laugardaginn. Það var fallegt veður.Fyrri partinn tók ég reyndar skurk í að ryksuga og skúra en seinni partinn hjóluðum við Kristín í IKEA, um 10km aðra leið. Það var afar hressandi, það er hægt að hjóla á þessum fínu stígum hér nær alla leið, e-ð annað en heima þar sem maður þarf að hjóla úti í kanti víða meðfram stærri vegum, t.d. Reykjanesbrautinni. Ef Reykjanesbrautin væri hér í Uppsölum, væri hjólastígur meðfram henni endilangri... Það er alltaf gaman að koma í IKEA. Ég keypti þar tvö lítil handklæði fyrir mig og matreiðslubók á sænsku. Annars er IKEA hér í Uppsölum svipað og heima, kannski aðeins meira úrval. Um kvöldið kom svo einn héðan af ganginum í mat. Lijam er frá Eritreu (á NA-strönd Eþíópíu) og er doktorsnemi hér. Af því tilefni elduðu Stína og Pálmi Tæ-mat og ég gerði ostaköku með bróm-, hind- og blæjuberjum. Auk þess var boðið upp á íslenskt góðgæti (lakkrís frá Hafnarfirði) og íslenska tónlist.


Annars er ég að ná mér af hálsbólgu og kvefpest, sem verið hefur að hrjá mig síðustu vikuna, og svo þurftum við að klára afar seinlegt heimaverkefni fyrir daginn í dag. Við sátum hér við næstum fram á miðnætti í gærkvöldi við tölvuverkefnið og ég hélt áfram að glíma við Green-falla dæmi til rúmlega 3 í nótt. Ég komst í betra skap seinni partinn í dag, þegar ég gat loksins skilað af mér seinna verkefninu. Ég ætti kannski að fara að hætta í dag fyrst ég var svona iðin í gær? Það er komið að kvöldmat.

miðvikudagur, mars 12, 2003

Leikfimi


I gaer dreif jeg Kristinu med i pallatima i Stallet. Thar tharf madur annad hvort ad panta plass eda fa mida i afgreidslunni thegar madur kemur inn. Ef allt er upppantad er ekki haegt ad komast ad. En vid fengum mida. Thvi midur vorum vid ekki alveg vid dyrnar thegar hleypt var inn og allt plass var upptekid nema allra allra fremst. Uff, thannig atti thad nu ekki alveg ad vera en stelpan sem kenndi kalladi i okkur og sagdi ad thar vaeri nog plass. Og thar vorum vid alveg uppi i speglinum. Thetta var hraedilegur timi. Mjer tokst ad stiga a stelpuna sem var fyrir aftan mig, hun kveinkadi sjer og faerdi pallinn sinn aftar ill a svip. Jeg fer sko i einfaldari tima naest... Svo skellti jeg mjer adeins a rodravjelina og lyfti sma.


I hadeginu adan for jeg med Kristinu og Palma i motuneyti sem er hjer i husi rjett hja. Thar fjekk jeg skritinn mat: reykt svinakjot med hvitri mintusosu (sem mjer syndist nu frekar vera purrulaukssosa) og hvitlauks-tomatssosu, sem jeg myndi nu frekar nota med saltfisk eda pasta. Thett situr eins og steinn i maganum og jeg er ansi hraedd um ad jeg sofni fljott a safninu a eftir.

sunnudagur, mars 09, 2003

Annríki


Vá, thad er buid ad vera mikid ad gera undanfarid og jeg hef varla haft tima til ad skrifa.

A midvikudag keyptum vid okkur leikfimiskort i Stallet, studenta-gymminu hjerna rjett hja. Jeg keypti mjer lika agaetis ithrottasko thar sem jeg tok mina ekki med, enda var plastid i odrum loftpudanum brotid og thorf a nyjum skom. Nu, nu, svo for jeg daginn eftir i nyju skonum, nyja bolnum og nyju buxunum ur H&M og profadi rodravjelina og hlaupabrettid, og lodin lika. Thetta er finn stadur. Haegt ad fara i tima lika. En a midvikudaginn keyptum vid okkur lika mida a tonleika i Stokkholmi sama kvold, The Flaming Lips voru ad spila thar a stad sem heitir München-bryggeriet. Thad var rosa stud a okkur thetta kvold, drukkum nog af sider og bjor en gatum thvi midur ekki verid ut tonleikana thvi vid thurftum ad komast aftur heim til Uppsala. En vid rjett misstum af skottinu a sidustu lestinni sem for fyrir 12. Vid urdum ad bida a brautarstodinni i 40 min eftir rutu. Svolitid svekkjandi. En thetta bjargadist.


Sidan hef jeg verid a kafi i heimaverkefnum sem skila a a morgun. Allur fostudagurinn fram a kvold, laugardagur og sunnudagur og jeg sem aetladi ad gera e-d skemmtilegt i dag. Leyfi mjer thad kannski a morgun eftir timann.

Thad for thvilikur timi hja okkur i morgun (og dag) ad reikna nokkur ofureinfold daemi, Fourier-ummyndanir, en vid vorum oskaplega lengi ad hrokkva i gang og muna nokkurn skapadan hlut sem vid laerdum i greiningu 4. Thvilikt svekkelsi ad vera buin ad gleyma bokstaflega ollu. Mæða, mæða.

mánudagur, mars 03, 2003

Stokkhólmur


Á sunnudaginn tókum við daginn fremur snemma og tókum strætó niður í bæ. Við röltum á lestarstöðina og ég keypti mér afsláttarkort í lestina til Stokkhólms. Það er svokallað TIM-kort, kortið kostar 30 kall (sænskar kr, endurgreitt við skil á kortinu) og svo þarf að kaupa lágmarksupphæð inn á kortið. Svo hleð ég inn upphæð efir þörfum.
Þá er auðvelt að borga í lestina, nóg að veifa kortinu framan í vél við lestina á brautarpallinum og ferðin dregst af kortinu. Ég keypti mér Stokkhólmsprófíl, þá fæ ég góðan afslátt af ferðum milli Uppsala og Stokkhólms. Nóg af praktískum upplýsingum. Við skemmtum okkur ágætlega á sýningunni, sáum fantasíu-fatasýningu og tískusýningu, röltum um og skoðuðum og keyptum smotterí. Ég keypti rosalega flott garn í peysu (kemur á óvart!) og nú á ég bara eftir að redda mér prjónum. Í hádeginu kíktum við inn á indverskan veitingastað og fengum masala kjúkling með grjónum og nanbrauði að borða, við vorum orðnar banhungraðar.

Eftir syninguna akvadum vid ad fara med sporvagningum afram til Märst, sem er milli Uppsala og Stokkholms, i stad thess ad fara til baka til Stokkholms og svo med lest til Uppsala. (Sollentuna, thar sem syningir var, er nefnilega naer Uppsala heldur en midbaer Stokkholms.) Vid thurftum ad ferdast afram 6 stodvar ut a endastod og treysta svo a thad ad lest faeri a sunnudegi fra Märst til Uppsala. A naestsidustu stodinni kom a okkur hik og auk thess mundi Kristin eftir thvi ad vid erum med Stokkholmsprofil a lestinni svo thad vaeri hvort ed er odyrara ad fara thadan, thott thad sje helmingi lengra i burtu. Og thegar vid saum ad lest i ofuga att atti ad koma eftir 2minutur stukkum vid ut. Thurftum ad fara 10 stodvar til baka. Algerir halfvitar.

Thegar vid komum a adalbrautarstodina i Stokkholmi akvadum vid ad nota taekifaerid og ganga adeins um thvi jeg hef aldrei komid thangad adur. Klukkan var ordin thad margt ad thad var flest lokad. Upphofst tha mikil leit ad fraenku Kristinar, sem hun hafdi aetlad ad hitta i Stokkholmi um helgina en fraenkan hafdi ekkert latid i sjer heyra. Kristin vissi ad hun vaeri i heimsokn hja vinkonu sinni i sendiherrabustadinum en vissi ekki nakvaemlega hvar, bara gotuheitid. Audvitad fundum vid aldrei rjetta stadinn og gafumst upp.


I gaer var fyrirlestur nr.2. Endalausar utleidslur, jeg kannadist vid sumt af thessu ur ymsum kursum i Haskolanum. Seinni partinn kiktum vid svo nidur i bae, jeg thurfti ad kaupa hitt og thetta sem jeg tok ekki med mjer. M.a. Keypti jeg leikfimisbuxur og bol i Hennes & Mauritz a spottpris. Jeg aetla ad fa mjer kort a morgun i studentagymminu sem er ekki svo langt fra skolanum. Jeg er farin ad fa vodvabolgu af hreyfingarleysinu og jeg hlakka til ad fara ad hreyfa mig. En i dag er bolludagur hja Svium, jeg aetla ad fara i bakariid mitt a Munkagotu og kaupa mjer feita bollu med vannillukremi, thannig hafa their bollurnar hjer. Bolla, bolla!!!

laugardagur, mars 01, 2003

Fyrsti skóladagurinn


Ég steingleymdi að skrifa á föstudaginn, en þá var fyrsti tíminn í Seismic Imaging. Ég var frekar skelkuð eftir fyrsta kúrsinn. Úff, ég fylgdi nú ekki alveg kennararum eftir og hann sagði að þetta væri nú auðvelt til að byrja með en yrði svo erfiðara og erfiðara. Ég sit í kúrsinum með 5 doktorsnemum, a.m.k. þrír þeirra hafa verið að vinna með þessi fræði í nokkurn tíma og hafa gott forskot á okkur. Við sjáum hvernig fer, en ég er ekkert sérlega bjartsýn.


Á fimmtudagskvöld fórum við á tónleika með Uppsala Kammarorkester í aðal-háskólabyggingunni, Universitetsaulan. Það er alveg ofsalega fallegt hús með mikilli skreytingu í lofti salsins. Það voru flutt þrjú verk. Ég var hrifnust af miðverkinu þar sem nýja, fína orgel hússins fékk vel að njóta sín í flottum sóló-köflum. Verkið er eftir Francis Poulenc (1899-1963), Konsert för orgel, straakar och timpani. Hin tvö voru eftir Eduard Tubin og Camille Saint-Saëns.


Seinni partinn í gær, um sex-leytið, ákvað ég að ganga ein niður í bæ úr skólanum og kíkja í búðirnar áður en þær lokuðu. Kristín varð efir því það var bjórfundur, sem er oft á föstudögum, fyrir doktorsnemana og prófessorana. Ég fór af stað, það á ekki að taka langan tíma að fara niðureftir. En það var orðið dimmt og þótt ég væri búin að fara niður á Turistinfo og fá mér kort, tókst mér að fara þvílíka króka að það var verið að loka öllum búðum þegar ég kom loksins niður á göngugötuna. En hvað með það, ég get alltaf skroppið seinna.

Í morgun lærðum við og fórum svo í góðan göngutúr gegnum Gottsundagyben (sem er svolítið svipuð og Fossvogsdalurinn), tré beggja vegna og þarna fer fólk mikið á gönguskíði, út að viðra hundinn og börnin og svo er vinsælt að sitja þarna úti í góða veðrinu á sumrin. Gottsundagyben er ekki nema 5 mín í burtu héðan frá Kristínu og Pálma. Og áfram héldum við niður að Maalaren (aa er a með bollu) sem er stórt vatn þarna. Vatnið er ísilagt og þarna eru menn á skíðum en þó aðallega á skautum sem spenntir eru á gönguskó (eða gönguskíðaskó) og skautað er eftir ruddum brautum, stóra hringi í víkinni á Maalaren. Á sumrin fara menn á baðströnd við vatnið og hægt er að leigja kajak. Þetta er frábær staður, það er bara svolítið kalt núna, miðað við vorveðrið heima á Íslandi.


Í fyrramálið tökum við daginn fremur snemma og förum með lest til Stokkhólms á handavinnusýningu, Sollentuna-mässan. Ég hlakka til að sjá herlegheitin. En í kvöld er líka videó-kvöld. Við komum nefnileg við í gær á leigunni og þar er hægt að fá 3 spólur fyrir 500-kall (49 sænskar). Meira síðar.