snjór
Í nótt snjóaði hér á Suðurlandinu. Sem og síðustu nótt. Hér er því allt á "kafi" í snjó. Mæni á fannhvita breiðuna fyrir utan og óskaði þess að ég væri uppi á fjöllum á skíðum.
Ég á von á helgargestum á Vallarbrautina í kvöld. Af því tilefni ákvað ég að elda (já!). Ég undirbjó 15 lítil hnetufuff í gær. Ég á því bara eftir að velta þeim upp úr eggi og hnetu/kókos raspi og steikja. Með verður sveppasósa, sams konar og mér tókst að sletta lengst út á stofugólf síðast þegar ég hafði matargesti fyrir jól. (Að þessu sinni mun ég ekki þykkja sósuna með sjóðandi vökva.) Ætli ég kíki svo ekki á þorrablótið hér á VÍ. Ætli það verði dansað jafnmikið og lengi og á októberfest fyrir jól?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli