föstudagur, febrúar 20, 2004

Þjóðlegir réttir


Eftir ærleg hádegisátök þurfti ég á nóg að próteinum að halda. Sit því hér og treð í mig köldum hrognum, kartöflum og steiktum þorski, sem pabbi sendi mig heim með í gær. Ég var svo heppin að vera
boðin í mat. Og reyndar í kvöld líka, til Bergrúnar. Þvílíkur lúxus, og á meðan safnast ekki upp óhreint leirtau heima. Sólin er farin að skína aftur eftir síðustu rigningardaga. Frost og þunn, hvít föl yfir öllu. Svona aðeins meira í takt við árstímann. Helgin framundan. Lífið barasta alveg bærilegt, held ég.

Engin ummæli: