Heim í Hafnarfjörðinn
Þá er ég kominn heim í Hafnarfjörðinn. Pálmi var svo elskulegur að fá lánaðan bíl og þau Stína skutluðu mér á flugvöllinn. Það er heldur ekkert grín að rogast með tvær heví töskur í strætó og í lestina. Gott að eiga góða vini. :-)
Á leiðinni í vélinni sat ég á milli tvegga eldri kvenna. Ég spjallaði svolítið við aðra þeirra. Hún var sænsk, frá Stokkhólmi en hafði gifst bandarískum manni og búin að búa lengi í BNA. Hin, líka á leið til BNA, var þögulli, og mér sýndist hún dotta. Hún hefur líklega verið álíka syfjuð og þreytt og ég. Ég hefði auðveldlega getað sofnað en ákvað að nota tímann og forrita smá í Matlab. Ég var með tölvuna mína í vélinni. Sessunaut mínum leist rosavel á hana (þeirri fyrrnefndu).
Það var 15 stiga hiti þegar vélin lenti í dag. Munur að koma ekki heim í rigningu og roki. Óskaplega finnst mér langt síðan ég var hérna síðast. Og margt hefur gerst. Fjallahringurinn á Reykjanesskaganum brosti á móti mér í sólinni. En engin tré. Ekki eitt einasta.
Ég ákvað að vera sæt við mömmu og elda kvöldmatinn. Labbaði mér niðrí bæ í 10-11. Ætlaði að kaupa kjúklingabringur og núðlur. Einfalt? Neihhh, eggjanúðlurnar voru ekki til. Kjúklingabringurnar voru hins vegar til, frosnar í poka eins og ég vildi hafa þær. Sá hins vegar enga verðmerkingu. Eeeeen, fékk nett sjokk þegar ég ætlaði að borga. Fyrir bringurnar, 4 íspinna og eitt skitið tímarit þurfti ég að borga rúman 3000 kall!#$$!?! Já. úff. matur er dýr á Íslandi.
Er strax farin að sakna Uppsala. Ég hringdi í ferðaskrifstofuna og það er lítið mál að breyta miðanum. Jóhíris nefndi það við mig í morgun að eg ég gæti hugsað mér að vera lengur þá væri ég velkomin með þeim á miðsumarhátíð í Dalarna. Mér leist stórvel á það og fer á skrifstofuna á morgun og fæ miða fyrir sunnudaginn í staðinn. 2 dagar í viðbót er betra en ekki neitt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli