miðvikudagur, júní 04, 2003

Allnighter


Ég vakti í nótt, sá sólina setjast og koma upp aftur. Var að undirbúa fyrirlestur sem ég átti að halda í dag í kúrsinum. Ég kláraði síðust glæruna hálfsjö til sjö í morgun. Dreif mig þá í hressandi sturtu og dreif mig svo í skólann. Ég er enn vakandi. En þó varla. Get ekki hugsað fyrir þreytu og er svona að spá í hvort ég eigi ekki að drífa mig heim núna... Tveif skiptinemar á ganginum hjá mér standa fyrir matarboði í kvöld, kveðjumáltíð. Þetta verður fínt ég kem heim og þarf ekki einu sinni að elda :)

Já og fyrirlesturinn. Huhhhh. Alveg hræðilegur. Sá versti sem ég hef nokkurn tíma haldið. Ég mundi bara ekki rassgat, sat við tölvuna og bara las það sem stóð á powerp glærunum mínum eða var krotað í stílabókina. Og Laust spurði mig hvort þetta væri í fyrsta skipti sem ég væri með fyrirlestur (þegar ég var búin sko).

Ég er búin að vera löt við að skrifa um atburði síðustu daga. En á uppstigningardag bauð Cedric okkur í grillpartý hjá sér. Þar var margt um manninn því íbúðarfélagi hans, Erik, hafði boðið fjöldamörgum vinum sínum. Og þau einu sem mættu héðan vorum við stelpurnar, Kristín og Jóhíris (frá Venesúela). Við hittum bróður hans Cedrics, Davíð. Hann var allt öðruvísi en við höfðum ímyndað okkur... Kannski óþekkari bróðirinn? Annars segir Stína mun skemmtilegar frá þessu (sjá færslu 30.maí). Þar má einnig finna linka á myndir úr síðustu partýum. Já, en svo ég haldi nú samt aðeins áfram... Við enduðum, fimm saman heima hjá Jóhíris og fengum það smá kennslu í salsa og marenge...

Á laugardagskvöld var svo matarboð hjá Daniel Jonker, Hollendingi sem hefur verið með Sigtryggi (Cedric) á sænskunámskeiði. Daniel var að klára doktorsritgerðina sína og bauð okkur af því tilefni.

Annars hef ég hangið hér á deildinni og reynt að læra. Með misgóðum afköstum. Fyrir viku síðan fékk ég sorgarfréttir að heiman. Páll hennar mömmu lést úr krabbameininu sem hann hafði verið að glíma við síðan fyrir jól. Þetta kom mér á óvart. Ég var svo viss um að meðferðin hefði gengið vel... Lífið er ósanngjarnt stundum. Ég fer því heim næsta þriðjudag til að vera við kistulagningu og jarðarför.

Engin ummæli: